Rútínan

Það er eitthvað notalegt við það þegar rútínan dettur í gang aftur eftir sumarfrí. Og þetta segi ég eiginlega mér þvert um geð…af því að ég er fyrst og fremst sumar manneskja og elska sumarfríin. Að þurfa ekki að láta klukkuna stjórna og jafnvel gleyma hvaða vikudagur er. En allt hefur sinn tíma og kannski er það einmitt það góða við þetta; að þetta er takmarkaður tími og svo dettum við aftur í gömlu góðu rútínuna. Reglulegur svefn, hollara mataræði….börnin farin að sofa fyrir miðnætti og allt það 🙂

Photo by Matt Ragland on Unsplash

Þessi tími hefur ákveðin sjarma og fullt af tækifærum. Nú er tíminn til að dusta rykið af dagbókinni og setja sér markmið fyrir veturinn. Hvort sem það eru heilsumarkmið eða önnur markmið. Þá eru einnig fullt af námskeiðum í boði sem gaman er að skella sér og efla færni sína….í bókfærslu eða jóga? Einnig hef ég alltaf gaman af því þegar hausttískan mætir á svæðið í búðirnar…hef aldrei fundið mig í stuttbuxum og ermalausum bol 😉

Photo by Cinthia Becher on Unsplash

Og að lokum, fyrir ykkur sem eiga lítil börn sem eru að hefa skólagönguna eða eru á yngsta stigi. Það er bara eitthvað svo óendanlega krúttlegt við skólatöskurnar og ritföngin, nestiboxin og allt það. Og fyrir þá sem ætla all in í nestis undirbúningnum er hægt að fá fullt af hugmyndum á pinterest.

Fögnum rútínunni og sjáum hið jákvæða við árstíðaskiptin.

Eigið góðan dag!

M