• Fjölskyldan,  Páskar

    Páskar…

    Páskarnir eru yndislegur tími og oftar en ekki nýtur maður páskafrísins betur en jólafrísins. Það er orðið svo bjart á þessum árstíma og oft…stundum…viðrar mjög vel til útivistar. Þrátt fyrir að hertar sóttvarnarreglur bjóði kannski ekki upp á mikil veisluhöld er um að gera að njóta samvistar við sitt allra návista, leggja fallega á borð og borða góðan mat. Hér kemur ofur einföld hugmynd að borðskreytingu. Það eina sem þú þarft eru fallegar servíettur, hvít plastegg (fást t.d. í Föndru), permanent tússpenna og gróft band til að binda servíettuna saman. Afar einfalt og fallegt…og tilvalið að leyfa litlum fjölskyldu meðlimum að teikna á eggin. Gleðilega páska!

  • Lífið

    Páskahreiður

    Nú styttist óðum í páska og því ekki að dúllast aðeins við að fá páskafíling á heimilið. Ég er alin upp við að það sé settur páskadúkur á borð, gul kerti og kannski nokkrar páskastyttur. Síðan ég byrjaði að búa hef ég alltaf náð mér í greinar út í garð, sett í vatn og hengt eitthvað krúttlegt á þær, keypt eða heimagert. Börnin eru dugleg að föndra, núna er vinsælast að perla lítil egg og unga. Ég er mjög hrifin af því að nýta það sem til er á heimlinu og gefa því nýtt líf í stað þess að fara út í búð og kaupa nýtt. Það kemur á óvart…