Hrekkjavökuhugmyndir

Í dag hefjast vetrarfrí í flestum skólum í höfuðborginni og svo vill svo skemmtilega til að hrekkjavaka er á næsta leyti. Hér koma tvær góðar hugmyndir fyrir þá sem vilja byrja þjófstarta hrekkjavökugleðinni.

Hauskúpa

Hér þarf bara stórt brauðbretti og fullt af hvítu nammi eða snakki. Við notuðum litlar hrískökur, poppkorn, djúpur, krítar, hvítar fílakúlur og bara það sem okkur datt í hug…bara ef það var hvítt. Í augu,nef og munninn notuðum við svo súkkulaði. Svo er bara að raða þessu upp svo hauskúpa myndist. Best er að byrja á augunum, nefinu og munninnum og raða hinu svo í kring. Einföld og skemmtileg hugmynd á hrekkjavöku-veisluborðið.

jkjkjkj

Nornakústar

Þessir krúttlegu nornakústar eru einfaldir í framkvæmd og setja svip á veisluborðið. Það sem þarf eru pappírsrör, saltstangir og sellófanpappír, einnig límband og band. Við klipptum út passlegan bút af sellófanpappírnum og límdum hliðarnar þannig að úr varð nokkurs konar poki. Þá skárum við saltstangirnar í tvennt, settum helminginn ofan í pokann, stungum rörinu ofan í, límdum og bundum fyrir. Og úr varð lítill nornakústur 🙂

Njótið vel og eigið skelfilega góða helgi…

M&S

Að framkvæma eða ekki framkvæma?

Ég hef áður komið inn á það að mér finnst yfirleitt skemmtilegra að hugsa um hlutina heldur en að framkvæma. Og jú, það er sennilega alltaf besta fyrsta skrefið, að hugsa um hlutina alltsvo 🙂 Nú er kominn tími á að taka sjónvarpsherbergið aðeins í gegn en það var ekki málað þegar við fluttum inn fyrir 5 árum og er orðið svoldið þreytt. Við búum í þriggja hæða raðhúsi og herbergi þetta er fjölskylduherbergið og hýsir m.a. þau cirka 300 spil sem maðurinn minn á.

Spilin eru nú geymd í Billy hillum sem eru svo sem ágætar en mættu vera dýpri fyrir stærri spilin. Upp kom því sú hugmynd að smíða flottar hillur undir þau. Bara spurning hvort við ráðumst í það sjálf eða látum sérsmíða þær.

*myndir af pinterest

Sófinn var keyptur 2008 og er svo sem enn í fínu standi en unglingarnir á heimilinu kvarta undan því að hann mætti vera stærri…þeir þurfa jú að breiða úr sér. Það er eitthvað sem þarf að skoða því við erum í sjálfu sér ekki til í að kaupa nýjan sófa ef hinn virkar enn.

S´ófihengiplantamottas´ófaborð
Sófistóll borðmotta

Það er að heilmiklu að huga þegar að kemur að svona pælingum; viljum við hafa herbergið ljóst og létt eða dimmt og kósí? Svo er herbergið frekar dimmt, þ.e. glugginn er lítill og því þarf að vanda valið vel. Svo er það bara spurning um hvort maður vindur sér í framkvæmdirnar eða hugsar málið aðeins lengur 😉

Njótið dagsins!

Magga

Mánudags

Mánudagur í september. Haustlægð að sækja í sig veðrið, ekki sú fyrsta og alveg örugglega ekki sú síðasta. En þetta þarf ekki að vera slæmt. Það má líka sjá þetta á þennan veg; rigning og rok úti, hlýtt og notalegt inni. Notaleg tónlist í bakgrunni, heitt te í bolli. Og netráp…rápað um veraldarvefinn, leitað að innblæstri, afslöppun í hámarki. Það má. Svona á milli þess sem við hugleiðum, þrífum, hreyfum okkur og sinnum móðurhlutverkinu.

Á þessum mánudegi mælum við með Skanelangan á instagram. Fallegt heimili frá því sjötíuogeitthvað sem búið er að gera upp. Það sem vakti athygli mína sérstaklega eru grænu billy hillurnar…venjulegar billy hillur úr Ikea sem búið er að poppa upp.

Eigið ljúfan mánudag.

Föstudagsinnblástur

Litríkt, fallegt, hlýlegt, hrátt og töff. Heimili Andreu de Groot frá Hollandi er allt þetta og meira til. Andrea vinnur sem bloggari, instagrammari og eitthvað sem kallast “content creator”. Hér með er óskað eftir góðri þýðingu á því orði.

Stíll Andreu er persónulegur og ber þess merki að hún elti ekki trendin heldur fylgi hjartanu í því sem henni finnst fallegt. Nokkuð ber á vintage munum og fallegum myndum á veggjum. Plönturnar eru einnig ríkjandi og saman myndar þetta allt fallega og heimilislega heild.

Andrea de Groot er með instagram reikning og hægt er að smella hér til að fara beint á hann. Einnig er hún með heimasíðuna Living hip, smellið hér til að skoða hana.

Gleðilegan föstudag!

Heimsókn

Sænski bloggarinn Janniche Kristoferssen býr í fallegu húsi í Bagarmossen í Stokkhólmi. Stíllinn hennar er dásamlegur; hlýlegur og litríkur og listaverkin njóta sín vel. Sjálf segir Janniche að henni líki best við hlutlausan grunn og að leyfa aukahlutunum að bæta við litum og áferð. Það sem heillar mig mest við heimilið eru einmitt þessir aukahlutir sem skapa þessa fallegu heild…og allr myndirnar á veggjunum. Það eru akkúrat þessir hlutir sem setja punktinn yfir i-ið.

Janniche heldur úti blogginu Blogga i Bagis og er einnig með vinsælan instagramreikning.

Mæli með að þið kíkið á hana!

Magga

Föstudagsinnblásturinn

Frá því ég man eftir mér hefur mig langað til að vera listakona. Ég teiknaði inn í bækur, til að bæta við myndskreytinguna sem þar var fyrir. Einnig má finna listaverk eftir mig á botni skúffa í kommóðum foreldranna. Ekki er ég nú listakona ennþá en draumurinn er til staðar og þá aðallega að geta sest niður og málað og skapað. Og hver veit, maður er víst aldrei of gamall til að eltast við draumana sína.

Nú geng ég um með þá grillu að mig vanti góða aðstöðu til að skapa, svokallað stúdíó eða Atelier…eins það myndi útleggjast á frönsku. Það hljómar bara allt betur á frönsku svo ég ætla að halda mig við atelier 😉 Og ef ég ætti atelier eins og þessi hér gæti ég örugglega skapað ódauðleg listaverk!

Höldum áfram að láta okkur dreyma 🙂

Gleðilegan föstudag!

Magga