• Fjölskyldan,  Hrekkjavaka

  Hrekkjavökupósturinn

  Hér kemur hann…árlegi hrekkjavökupósturinn. Við höfum nefnilega gaman af hvers kyns stússi og því að gera lífið skemmtilegra, finna tilefni til að gleðjast. Þess vegna höldum við hrekkjavöku. Við höfum áður komið inn á þetta málefni, þetta með að vera að halda upp á þennan sið. Árlega heyrum við fólk kvarta undan því að vera að herma eftir Bandaríkjunum en það er bara ekki rétt…þetta er nefnilega keltneskur siður í grunninn og dýpri pælingar á bak við hann eins og hún Þórunn fór í gegnum fyrir okkur í pistli sínum hér. Síðustu árin höfum við systur skipst á að halda hrekkjavökuboð fyrir okkar nánustu. Húsið er skreytt að tilheyrandi sið…

 • Fjölskyldan,  Lífið

  Helgarferðin

  Við áttum erindi til Akureyrar um þar síðustu helgi og hefðum ekki getað hitt á betri helgi. Veðrið var dásamlegt; sól og blíða og bærinn fullur af lífi. Sannarlega kærkomin tilbreyting frá súldinni fyrir sunnan…og reyndar því leiðindaveðri sem herjar á allt landið þessa dagana. Það var ekki laust við að útlanda tilfinning lægi í loftinu. Alls staðar var fólk að spóka sig og kaffihús og veitingastaðir smekkfullir af fólki, sérstaklega útisvæðin. Akureyri hefur alltaf heillað mig og hvað þá í svona blíðu. Bærinn er einstaklega fallegur og margt skemmtilegt hægt að gera. Sundlaugin klikkar ekki, ferð á Grænu könnuna er möst og svo þarf auðvitað að kíkja í nokkrar…

 • Fjölskyldan,  Lífið

  Ferming á tímum Covid

  Það er kannski ekki eitt af stærstu vandamálum heimsins þegar heimsfaraldur geysar; hvort hægt sé að halda fermingarveislu. En í augum ungs fermingarbarns getur þetta verið mikið mál. Yngri sonur okkur var fermdur á sumardaginn fyrsta og dagarnir, jafnvel vikurnar, á undan voru litaðar af stressi. Stressi yfir því hvort hægt væri að halda veislu, hvort barnið yrði yfirleitt fermt, hversu margir mega koma saman og fleira í þeim dúr. Hækkandi smittölur rétt fyrir fermingardag voru ekki að hjálpa til. Hvað ef Þórólfur skellir öllu í lás og við sitjum uppi með snittur sem duga í nokkrar vikur? Niðurstaðan varð sú að hægt var að ferma með því að skipta…

 • Fjölskyldan,  Páskar

  Páskar…

  Páskarnir eru yndislegur tími og oftar en ekki nýtur maður páskafrísins betur en jólafrísins. Það er orðið svo bjart á þessum árstíma og oft…stundum…viðrar mjög vel til útivistar. Þrátt fyrir að hertar sóttvarnarreglur bjóði kannski ekki upp á mikil veisluhöld er um að gera að njóta samvistar við sitt allra návista, leggja fallega á borð og borða góðan mat. Hér kemur ofur einföld hugmynd að borðskreytingu. Það eina sem þú þarft eru fallegar servíettur, hvít plastegg (fást t.d. í Föndru), permanent tússpenna og gróft band til að binda servíettuna saman. Afar einfalt og fallegt…og tilvalið að leyfa litlum fjölskyldu meðlimum að teikna á eggin. Gleðilega páska!

 • Fjölskyldan,  Matur

  Börn og bakstur

  Flestum börnum finnst mjög skemmtilegt að fá að baka og stússast í eldhúsinu. Þau byrja flest í heimilisfræði þegar þau byrja í skóla og vilja því oft fá að æfa sig þegar heim er komið. Mér hefur fundist það að lofa dóttir minni að baka með mér líka vera góð leið til að æfa lestur og stærðfræði. Hún þarf að lesa uppskriftirnar og spá í hvað tsk, msk og dl þýðir. Eitt sinn ætlaði hún að útbúa kókoskúlur alveg sjálf og það gekk bara mjög vel, þar til í lokin. Þá kemur til mín með deigið sitt en það var greinilega of mikið af vökva í því. Hún hafði ekki…

 • Fjölskyldan,  Lífið

  Feðradagurinn

  Feðradagurinn er í dag – til hamingju með daginn feður! Þessi hefð er frekar ný af nálinni hér á landi en fyrsti feðradagurinn var haldinn hátíðlegur árið 2006. Þess má geta að mæðradeginum hefur verið fagnað síðan 1934 og er hann alltaf annan sunnudag í maí. Er ekki tilvalið að gera eitthvað fallegt fyrir pabbana í lífi okkar? Hvort sem það eru feður okkar sem fullorðin erum eða fyrir pabba barnanna okkar. Það er hægt að hjálpa börnunum til að gera eitthvað fallegt sem gleður….og þarf ekki að kosta mikið. Eða bara ekki neitt! Það besta er að flest af þessu er hægt að gera HEIMA. En það er jú…