• Matur

    Lungamjúkt og gómsætt döðlubrauð með kaffinu

    Það var mikið að gera í framkvæmdum á heimilinu í vikunni sem er að líða. Maðurinn minn var í fríi eftir að hafa veriðð 4 vikur á Grænlandi svo við notuðum tækifærið til að reyna að saxa aðeins á framkvæmdalistan í húsinu. Efst á lista var rafmagnsvinna og að mæla fyrir nokkrum gluggum. Við fengum smið og rafvirkja til að koma og vinna hjá okkur og eins og alltaf þegar fólk er að vinna hjá okkur finnst mér nauðsynlegt að bjóða uppá eitthvað gott með kaffinu. Ég fann því þessa dásamlegu uppskrift af döðlubrauði inn á hun.is. Brauðið var virkilega gott og rann ljúft niður með kaffinu. Innihald: 2 bollar…