• Fjölskyldan,  Lífið

  Spilafjör í gegnum Teams í Covid19 ástandi

  Við fjölskyldan erum moldrík af góðum og kærum vinum. Við finnum það best í dag eins og svo margir aðrir hversu dýrmætir vinir eru og hversu miklu máli þeir skipta í lífinu. Það er hinsvegar svo að útaf dotlu erum við ekki að hitta vini okkar eins oft og mikið og við vildum. Við erum að reyna að vera skynsöm og hugsa um okkar heilsu og hagsmuni ásamt nánustu ættingja okkar. Við höfum því valið að vera í litlum hópum og halda þeim eins og þeir hafa verið í nokkuð margar vikur núna til að minnka áhættu á smiti á milli fjölskyldna. En þetta er ekki skemmtilegt og okkur langar…

 • Fjölskyldan,  Jólin,  Lífið

  Piparkökuhús

  Að skreyta piparkökuhús er hjá mörgum ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Ilmurinn sem fylgir er ómótstæðilegur og húsin sjálf minna á ævintýri barnæskunnar. Við höfum oft búið til eigin hús og límt saman í gegnum tíðina…og oftar en ekki láku þau stuttu síðar í sundur eða hrundu. Og það langar kannski engum til að hafa hús sem lítur út fyrir að hafa lent í suðurlandsskjálftanum. Þegar við sáum að hægt er að kaupa samsett eða ósamsett piparkökuhús í Björnsbakarí vorum við ekki lengi að drífa okkur þangað. Húsin er dásamleg með háum fallegum skorsteini og það besta við þau er að þau eru bökuð hér heima, það er stutt síðan þau…

 • Fjölskyldan,  Lífið

  Samskiptamiðlar

  Samskiptamiðlar hafa heldur betur komið að góðum notum þetta árið. Þegar það gerist svo mánuðum skiptir að ekki er hægt að hittast í eigin persónu er gaman að geta heyrst í gegnum facetime, skype og fleiri slíka miðla. Snapchat er líka miðill sem margir nota og virðist hafa fest sig í sessi fyrir flestan aldur. Facebook var ótrúlega skemmtileg uppfinning en við misstum notkunina á þeim miðli kannski svolítið úr böndunum en upphaflega hugsunin um að nemendur gætu haft samband sín á milli á auðveldan hátt var góð. Facebook hefur nýst mjög vel fyrir foreldra held ég sé óhætt að segja enda flestir foreldrar í allskyns hópum sem tengjast skólum…

 • Lífið

  Spilajól – Fyrri hluti

  Jólin eru tíminn til að njóta samveru með fjölskyldunni og vinum. Í ár verður örugglega minna um vini og meira um „bara“ fjölskylduna, enda hafa Almannavarnir mælt með litlum og þéttum jólakúlum þetta árið. Því verða án efa færri hittingar og lítið af jólaboðum og því upplagt að hreiðra um sig með nærfjölskyldunni, hafa notalegt og grípa í spil.Hér hef ég tekið saman lista yfir spil sem henta vel yfir jólin eða í jólapakkana. Í þessum fyrri hluta eru tekin saman fjölskyldu- og barnaspil. Dinosaur Tea Party er skemmtilegt fjölskylduspil fyrir 3-5 leikmenn, 7 ára og eldri. Leikmenn eru risaeðlur í teboði, sem muna ekki nöfnin á hinum gestunum í…

 • Fjölskyldan,  Jólin,  Lífið,  Útivera

  Samvera

  Þau geta verið mörg verkin sem dúkka upp í desember og kona getur óvart endað í geymslutiltekt…þegar hún í sakleysi sínu álpaðist inn í geymsluna til að ná í smá jólaskraut. Og verandi sú sem hún er endaði þetta með því að kjallarinn er á hvolfi; geymsludót á rúi og stúi, stafli af dóti sem er á leið á í Sorpu/Góða hirðinn og búið að rífa upp úr jólakössunum. Þegar staðan er svona læðist stressið aðeins að, þrátt fyrir yfirlýst markmið um stresslausan mánuð. Jólin koma nú samt og allt það….en þegar heimilið er svona er erfitt að finna friðinn. Sunnudagurinn stefndi því í að fyrrnefnd kona yrði með hausinn…

 • Jólin,  Lífið

  Hvít eða rauð jól

  Það styttist í jólin. Jólin eru hjá flestum hátíð ljóss og friðar. Jólin eru líka erfiður tími hjá sumum en flestir ná að gleðjast og eiga góðar stundir. Það er alltaf svolítið skemmtileg umræða finnst mér sem hefst rétt fyrir jólin og snýst hún helst um hvort jólin verði rauð eða hvít? Þessi umræða á oftar en ekki við um höfuðborgarsvæðið því önnur svæði landsins eru nú gjarnan hvít á þessum árstíma. Mér datt í hug núna um daginn þegar ég stóð í eldhúsinu að jólin mín eru bæði hvít og rauð. Eins og gerist með árunum breytist smekkur manns og síðustu fjögur ár hef ég skipt út sumu af…

 • Matur

  Dásamlegt brauð á morgunverðarborðið

  Fyrir nokkrum árum fórum við frænkurnar á skemmtilegt námskeið á Salt Eldhús, þetta var virkilega skemmtileg og fróðleg stund í skemmtilegum félagskap. Ég nota mikið eina brauðuppskriftina sem við fengum á námskeiðinu. Hún er mjög sem einföld og þægileg og það sem best er við hana að í henni eru bara fjögur innihaldsefni: hveiti, salt, vatn og ger. Best er að skella öllum innihaldsefnum í hrærivélaskál og hnoða aðeins. Deigið er svo geymt í hærivélaskálinni í 12-14 tíma, gott að setja plastfilmu yfir. Tilvalið að gera þetta að kvöldi til að fá nýbakað brauð í morgunsárið. Um morguninn hita ég svo ofnpott (minn er keyptur í Ikea). Ég hita ofnin…

 • Fjölskyldan

  Að vera einkabarn

  Sonur minn er einkabarn. Ég hef oft velt fyrir mér kostum og göllum þess að vera einkabarn. Kostirnir eru svo sannarlega margir, næg athygli, hægt að leyfa meira en þegar mörg systkini eru. Meira í boði ferðalagatengt og ýmislegt í þá veru. Einkabörn þroskast líka oft hraðar og athygli og orka foreldranna fer í að sýna þeim og kenna ýmsa hluti sem ekki gefst alltaf tími til þegar mörg systkini eru. En geta verið neikvæð áhrif við að vera einkabarn? Ég held að það geti verið mjög erfitt að vera einkabarn. Vonir og væntingar foreldranna eru á þessu einu barni. Það þarf svolítið að vera fullkomið. Ganga vel í skóla,…

 • Jólin,  Lífið

  Óskalistinn minn

  Það er alltaf gaman að láta sig dreyma og það breytist ekkert með aldrinum. Alveg síðan ég man fyrst eftir mér hefur mér fundist svo gaman að skoða bæklinga, búðarglugga og síðar að vafra um í netheimum. Að láta mig dreyma um fallega hluti. Núna þegar jólin nálgast er stundum verið að spyrja út í gjafahugmyndir og þá er sniðugt að hafa bara listann tilbúinn og láta sig svo deyma um að það komi kannski eitthvað af því upp úr pakkanum á aðfangadag. Látum okkur dreyma Stína *forsíðumynd: Photo by Mel Poole on Unsplash