• Matur

  Morgun-verður

  Góðan daginn, Í morgun eftir gönguferð með hundinn í blíðunni helltist svengdin yfir og þar sem það er laugardagur kallaði það á eitthvað meira en bara kaffi og jógúrt. Sonur minn kallaði til mín í blíðum tón “mamma, viltu ekki bara gera uppáhalds pönnukökurnar mínar?” …og úr því varð. Þessar morgunverða pönnukökur hef ég gripið í af og til og læt engann vita að þær eru hollar 😉 Morgunverða pönnukökur 1 bolli heilhveiti 1 bolli hafrar 1 msk lyftiduft 1 tsk salt 1 tsk kanill 1 egg 1 vel þroskaður banani 1 1/2 bolli möndlumjólk (hægt að nota hvaða mjólk sem er) Aðferð: blanda þurrefnum saman bæta egginu, mjólkinni og…

 • Lífið

  10 fjölskylduvænir hlutir til að gera um helgina!

  Föstudagur og helgin framundan. Nú hafa afþreyingar möguleikar okkar aðeins minnkað og ekki eins auðvelt að hafa ofan af fyrir börnunum. Hér koma nokkrar hugmyndir sem þið getið vonandi nýtt ykkur: Tjörnin Það er alltaf vinsælt að fara niður að tjörninni í Reykjavík og gefa öndunum brauð. Góð skemmtun fyrir foreldra og börn af öllum aldri. Bara muna að taka með nóg af brauði…þær geta verið ansi gráðugar. Einnig er hægt að fara upp að Elliðaárstíflu og andapollinum í miðbæ Hafnarfjarðar. Jólaljósa-göngutúr Göngutúr um hverfið að skoða hvernig jólaljósin eru að þjóta upp. Gaman gæti verið að hver fjölskyldumeðlimur velji sér uppáhalds hús eða götu. Skemmtilegast er að fara síðdegis…

 • Lífið

  Vefverslun Skeggja

  Vefverslunin okkar opnaði í gær, akkúrat í tíma fyrir jólavertíðina og afsláttadagana sem nú eru framundan. Í vefversluninni má meðal annarsfinna plaköt og myndir sem hannaðar eru af okkur. Einnig er þar hægt að kaupa aðventudagatalið okkar: Beðið eftir jólunum. Beðið eftir jólunum er tímalaust dagatal sem býður upp á alls kyns skemmtun og afþreyingu á meðan beðið er eftir jólunum. Þar er áherslan lögð á skemmtilegar fjölskyldustundir. Fleiri vörur munu svo tínast inn á næstunni en Skeggi stefnir upp á að bjóða upp á fallegar og skemmtilegar vörur. Í dag, 11. nóvember, er 20% afsláttur af öllum plakötum og einnig af jóladagatalinu. Og til að toppa það bjóðum við…

 • Lífið

  Blóm vikunnar

  Pottaplöntur hafa mjög jákvæð áhrif á umhverfi sitt. Ekki bara það að gera heimilið hlýlegra heldur geta plöntur einnig bætt geðið og aukið sköpunargleði. Svo ekki sé minnst á þann eiginleika plantna að geta aukið loftgæði heimilis. Kólus er í miklu uppáhaldi hjá mér eða Álfamöttull eins og hann er stundum kallaður. Það sem mér finnst svo heillandi við Kólusinn er að það eru til mjög mörg litaafbrigði af honum og hann er mjög auðveldur í ræktun. Auðvelt er að taka afleggjara af honum eða einfaldlega sá fræjum. Hann getur orðið nokkuð hávaxinn og blómstar litlum bláum blómum, allavega það afbrigði sem ég sáði fyrir í vor. Kólusinn er alltaf…

 • Lífið

  Vefverslanir

  Í þessu ástandi sem nú ríkir er ekki beint spennandi að fara í búðir. Þeir sem hætta sér út í verslunarleiðangur þurfa jafnvel að bíða í röð fyrir utan um stund. Það væri kannski í lagi ef það væri sumar en ekki í þessari veðráttu. Og þar sem jólavertíðin nálgast flækjast málin aðeins. Sennilega því besti kosturinn að versla bara sem mest á netinu. Við söfnuðum saman lista yfir nokkrar vefverslanir sem okkur líst vel á og gætum vel hugsað okkur að beina viðskiptum til. Það sem heillar okkur sérstaklega eru litlar verslanir og fólk sem er að gera flotta hluti. Og við viljum að sjálfsögðu styðja við íslenskar verslanir.…

 • Fjölskyldan,  Lífið

  Feðradagurinn

  Feðradagurinn er í dag – til hamingju með daginn feður! Þessi hefð er frekar ný af nálinni hér á landi en fyrsti feðradagurinn var haldinn hátíðlegur árið 2006. Þess má geta að mæðradeginum hefur verið fagnað síðan 1934 og er hann alltaf annan sunnudag í maí. Er ekki tilvalið að gera eitthvað fallegt fyrir pabbana í lífi okkar? Hvort sem það eru feður okkar sem fullorðin erum eða fyrir pabba barnanna okkar. Það er hægt að hjálpa börnunum til að gera eitthvað fallegt sem gleður….og þarf ekki að kosta mikið. Eða bara ekki neitt! Það besta er að flest af þessu er hægt að gera HEIMA. En það er jú…

 • Heilsa,  Lífið

  Haustið

  Haustið er nýi uppáhalds tíminn minn. Þetta haust sem nú er senn að líða hefur opnað augu mín fyrir hveru frábær þessi árstími er. Sumarið og vorið hafa alltaf verið minn tími og ég hef talið niður dagana þar til ég get farið í ferðalög um landið, skipulagt lautarferði, gönguferðir og byrjað að sá fræjum og byrja að dúllast í sumarblómum. Enda veit ég fátt meira gefandi og skemmtilegt en rækta og stússast í blómum og gróðri almennt. Hérna á Íslandi getur verið varasamt að setja miklar væntingar og plön á sumarið, sérstaklega ef gert er ráð fyrir sól og blíðu í þeim plönum. Sjálf hef ég stundum upplifað stress…

 • Matur

  Kanilhringur

  …af því það er rok úti. Og blautt. Og faraldur…og af því að bökunarilmur í húsinu á svona degi gerir lífið bara miklu betra! Þessi uppskrift dúkkaði bara allt í einu í uppskriftabunkanum mínum, á ljósrituðu blaði. Líklegast er að hún hafi komið heim úr heimilisfræði með öðrum stráknum mínum. Góð er hún og uppskriftin dugar í tvo kransa eða einn krans og kanilsnúðaköku. Eða bara fullt af stökum snúðum! Klipptur krans eða lengja 50 gr. bráðið smjörlíki, látið kólna aðeins 1 dl. mjólk 1 dl. heitt vatn 4 tsk. þurrger 2 msk. sykur 1/4 tsk. salt 1 egg 6-7 dl. hveiti Bræðið smjörlíkið við lágan hita. Blandið mjólk, vatni,…

  Comments Off on Kanilhringur
 • Lífið

  Átt þú þér draum?

  Flest eigum við okkur stóra drauma og markmið en á þessum furðulegu tímum sem við lifum á er auðvelt að missa móðinn. En við þurfum að muna að þetta mun líða hjá og vonandi, sem fyrst, mun lífið hefja sinn vanagang. Og kannski einmitt á svona tímum er mikilvægt að setja sér markmið og eiga sér drauma. Eitthvað til að ylja sér við þegar neikvæðar fréttir af faraldrinum dynja á okkur. Ef þessir draumar rætast svo ekki eða plönin ganga ekki upp þá er það bara svo….en við nutum alla vega stundarinnar við að plana. Hvort sem þig dreymir um að gera upp eldhúsið þitt, fara í heimsreisu eða söðla…

 • Heilsa,  Lífið

  Morgunrútína

  Góð morgunrútína er sögð gera mann glaðari og við verðum afkastameiri þann daginn sem við fylgjum morgunrútínunni. Ávinningur af því að hafa góða morgunrútínu er meðal annars: Það sem þarf að hafa í huga áður en við sköpum okkar eigin morgunrútínu er að hún henti okkur og okkar lífstíl. Ekki taka bara uppskrift að rútínu frá einhverjum öðrum því þá eru meiri líkur á að við gefumst upp ef hún hentar ekki lífstíl. Morgunrútínan á ekki vera of íþyngjandi heldur skemmtileg viðbót við daginn. Samkvæmt kenningunni á góð morgunrútína að innhalda eitthvað sem nærir andann, hjartað, líkamann og hugann. Góð morgunrútína byrjar í raun deginum áður með passa að fá…