• Matur

  Kanilhringur

  …af því það er rok úti. Og blautt. Og faraldur…og af því að bökunarilmur í húsinu á svona degi gerir lífið bara miklu betra! Þessi uppskrift dúkkaði bara allt í einu í uppskriftabunkanum mínum, á ljósrituðu blaði. Líklegast er að hún hafi komið heim úr heimilisfræði með öðrum stráknum mínum. Góð er hún og uppskriftin dugar í tvo kransa eða einn krans og kanilsnúðaköku. Eða bara fullt af stökum snúðum! Klipptur krans eða lengja 50 gr. bráðið smjörlíki, látið kólna aðeins 1 dl. mjólk 1 dl. heitt vatn 4 tsk. þurrger 2 msk. sykur 1/4 tsk. salt 1 egg 6-7 dl. hveiti Bræðið smjörlíkið við lágan hita. Blandið mjólk, vatni,…

  Comments Off on Kanilhringur
 • Lífið

  Átt þú þér draum?

  Flest eigum við okkur stóra drauma og markmið en á þessum furðulegu tímum sem við lifum á er auðvelt að missa móðinn. En við þurfum að muna að þetta mun líða hjá og vonandi, sem fyrst, mun lífið hefja sinn vanagang. Og kannski einmitt á svona tímum er mikilvægt að setja sér markmið og eiga sér drauma. Eitthvað til að ylja sér við þegar neikvæðar fréttir af faraldrinum dynja á okkur. Ef þessir draumar rætast svo ekki eða plönin ganga ekki upp þá er það bara svo….en við nutum alla vega stundarinnar við að plana. Hvort sem þig dreymir um að gera upp eldhúsið þitt, fara í heimsreisu eða söðla…

 • Heilsa,  Lífið

  Morgunrútína

  Góð morgunrútína er sögð gera mann glaðari og við verðum afkastameiri þann daginn sem við fylgjum morgunrútínunni. Ávinningur af því að hafa góða morgunrútínu er meðal annars: Það sem þarf að hafa í huga áður en við sköpum okkar eigin morgunrútínu er að hún henti okkur og okkar lífstíl. Ekki taka bara uppskrift að rútínu frá einhverjum öðrum því þá eru meiri líkur á að við gefumst upp ef hún hentar ekki lífstíl. Morgunrútínan á ekki vera of íþyngjandi heldur skemmtileg viðbót við daginn. Samkvæmt kenningunni á góð morgunrútína að innhalda eitthvað sem nærir andann, hjartað, líkamann og hugann. Góð morgunrútína byrjar í raun deginum áður með passa að fá…

 • Hrekkjavaka,  Lífið

  Hvað er Halloween?

  Og af hverju höldum við upp á þennan dag? Við fengum hana Þórunni, seiðkonu og norn, til að segja okkur aðeins frá þessum forna sið. Þórunn heldur úti heimasíðunni Mizu holistic healing. Hana má einnig finna á facebook og instagram. Halloween eða All Hallows´eve á rætur sínar að rekja alveg langt aftur í tíma þar sem Paganismi var yfirráðandi áður en kristni kom til sögunnar. Þessi tími var þá kallaður Samhain eða „síðasti sumardagur“. Á þessum tímum áttu allar uppskerur að vera komnar í hús og formlega allar sumarathafnir komnar í dvala. Nú blasti við myrkur, stuttir dagar, erfiðari færð og var þetta tími til að sinna fjölskyldunni. Vera heima…

 • Lífið

  Velkomin!

  Heimasíða Skeggja er formlega opin. Hér ætlum við að bjóða upp á alls konar skemmtilegheit til að lífga upp á tilveruna og huga að líkama og sál. Við stefnum á að skrifa flest innihaldið sjálfar en vonandi getum við líka boðið upp á frábæra pistla frá öðru hæfileikaríku fólki. Við viljum að Skeggi sé lifandi síða og viljum endilega heyra frá ykkur. Í þessu ástandi sem nú ríkir er mikilvægt að huga að hvert öðru, hvetja hvort annað og gefa góð ráð. Mottóið okkar er að gera meira af því sem gleður okkur og finna leiðir til að sjá það góða í lífinu. Hlökkum til að heyra frá ykkur! Stína,…