• Fjölskyldan,  Hrekkjavaka,  Matur

  Hrekkjavökuhugmyndir

  Í dag hefjast vetrarfrí í flestum skólum í höfuðborginni og svo vill svo skemmtilega til að hrekkjavaka er á næsta leyti. Hér koma tvær góðar hugmyndir fyrir þá sem vilja byrja þjófstarta hrekkjavökugleðinni. Hauskúpa Hér þarf bara stórt brauðbretti og fullt af hvítu nammi eða snakki. Við notuðum litlar hrískökur, poppkorn, djúpur, krítar, hvítar fílakúlur og bara það sem okkur datt í hug…bara ef það var hvítt. Í augu,nef og munninn notuðum við svo súkkulaði. Svo er bara að raða þessu upp svo hauskúpa myndist. Best er að byrja á augunum, nefinu og munninnum og raða hinu svo í kring. Einföld og skemmtileg hugmynd á hrekkjavöku-veisluborðið. jkjkjkj Nornakústar Þessir krúttlegu…

 • Heimilið

  Myndaveggur

  Þegar vel tekst til setja svona myndaveggir heilmikinn svip á heimili og gera fólki sem hefur gaman af hvers kyns list, kleift að koma sem mestu fyrir. Svona veggir eru svo sannarlega ekki fyrir minimalíska og ég telst víst seint minimalísk. Hvers kyns myndi og list, plaköt og myndskreytingar hafa alltaf virkað eins og segull á mig. Það getur hins vegar verið kúnst að raða myndunum saman svo vel sé og kannski fælir það einhverja frá. Eitt ráðið til þess að setja velheppnaðann vegg upp er að klippa út pappír í þeim stærðum sem myndirnar eru og máta á vegginn. Leika sér með þetta og púsla saman. Svo er auðvitað…

 • Matur

  Brauðbollur

  Ég rakst á þessa uppskrift af brauðbollum þar sem ég var að fletta í gegnum ósorteraða uppskriftahauginn. Uppskriftin kemur úr skóla yngri sonarins og við deildum henni hér í den á gamla blogginu okkar systra. Þar sem bollurnar voru svona líka góðar og einfaldar ætla ég að deila með ykkur uppskriftinni…og gömlu myndunum sem voru teknar af litla bakaradrengnum sem þá var sjö ára en nú er orðinn 14 ára (og á kannski eftir að heimta að móðirin taki þær út). Sagan á bak við uppskriftina er sú að sonurinn kom heim með þær úr skólanum og þar sem mamman var svo ánægð með baksturinn bað hann sérstaklega um uppskriftina…

 • Heilsa,  Lífið

  Bleikur október

  EIns og flestir vita er október mánuður vitundarvakningar um brjóstakrabbamein. Flest þekkjum við einhvern sem hefur fengið brjóstakrabbamein, sigrast á því eða látist af völdum þess. Við hér í Skeggja þekkjum góðar konur sem hafa farið alltof snemma. Okkur langar til að vekja athygli á mikilvægi þess að fara í reglulega brjóstaskoðun. Það tekur afskaplega stuttan tíma, kannski smá bið eftir tíma en skoðunin sjálf gengur hratt fyrir sig. Í tilefni af bleikum október settum við Konu plakatið okkar í antík-bleikan búning og ætlum að láta 50% af söluverðinu renna til Bleiku slaufunnar. “Hin sanna fegurð konu endurspeglast í sálu hennar”. Þessi tilvitun í Audrey Hepburn prýðir plakatið og minnir…

 • Lífið

  Mánudagspósturinn

  Ný vika framundan og því fylgja stundum blendnar tilfinningar. Sumir kannast án efa við mánudagsbömmerinn og hryllir við því að heil vinnuvika bíði þeirra. En svo má líka líta svo á að framundan sé heil vika full af tækifærum. Hugarfarið skiptir nefnilega svo miklu máli í lífinu og þó það sé erfitt að þvinga heilann úr neikvæða gírnum yfir í þann jákvæða þá er það alveg hægt. Hér koma nokkur ráð sem eru vel til þess fallin að laga hugarfarið, að snúa skeifu í bros. Gleðilegan mánudag! M&S

 • Matur

  Ljúffengur pastaréttur

  Dóttir mín er snillingur í eldhúsinu og hefur gaman af því að prufa nýja rétti. Þessi réttur hefur verið í miklu uppáhaldi hjá okkur og er mikið eldaður enda bæði auðveldur og mjög bragðgóður. Innihald: 4-6 meðalstórir tómatar 3-5 hvítlauksrif ólífuolía salt Pasta Byrjið á því að skera hvítlaukinn niður í litla bita og steikið á pönnu upp úr olífulíu. Þegar laukurinn er farin að brúnast, setjið þá niður skorna tómatana á pönnuna og látið krauma saman í 10- 15 mín. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakka og bætið úti. Við notum ofast pasta penne í þennan rétt en aðalatriðið er að nota bara það pasta sem manni finnst best.…

 • Lífið

  Miðbærinn

  Þessir mildu haustdagar kalla beinlínis á rölt í miðbænum okkarm, smá búðarráp, þræða allar skemmtilegu göturnar í Þingholtunum (og helst að klappa öllum köttunum sem verða á veginum), skoða fallegu götulistaverkin og jafnvel að fá sér eitthvað gott í gogginn á einhverjum af flottu veitingastöðunum í bænum. Það hefur ekki verið mikið um þessa fallegu daga í haust þannig að það er um að gera að grípa gæsina á meðan hún gefst. Við mælum alveg sérstaklega með aðalbláberjalattéinu á Systrasamlaginu, fínt að fá sér slíkt í göngumáli á meðan rölt er um bæinn. Svo mælum við hilaust með Kol á Skólavörðustígnum, settumst þar inn um daginn og fengum okkur m.a.…

 • Heimilið

  Að framkvæma eða ekki framkvæma?

  Ég hef áður komið inn á það að mér finnst yfirleitt skemmtilegra að hugsa um hlutina heldur en að framkvæma. Og jú, það er sennilega alltaf besta fyrsta skrefið, að hugsa um hlutina alltsvo 🙂 Nú er kominn tími á að taka sjónvarpsherbergið aðeins í gegn en það var ekki málað þegar við fluttum inn fyrir 5 árum og er orðið svoldið þreytt. Við búum í þriggja hæða raðhúsi og herbergi þetta er fjölskylduherbergið og hýsir m.a. þau cirka 300 spil sem maðurinn minn á. Spilin eru nú geymd í Billy hillum sem eru svo sem ágætar en mættu vera dýpri fyrir stærri spilin. Upp kom því sú hugmynd að…

 • Matur

  Toblerone smákökur

  Þessar smákökur með ísköldu mjólkurglasi er bara kombó sem erfitt er að hafna. Þær eru tilvaldar í helgarbaksturinn eða til að henda í eftir skóla með svöngu smáfólki. Framkvæmdin er líka svo einföld að smáfólkið getur hjálpað til 🙂 Það sem þú þarft: 120 gr. mjúkt smjör 125 gr. sykur 150 gr. púðursykur 1 tsk. vanillusykur 1/2 tsk. salt 1 egg 175 gr. hveiti 1 tsk. hveiti 1/2 tsk. matarsódi 150 gr. toblerone, saxað Aðferð: Hrærðu saman smjör við sykur, púðursykur, vanillusykur og salt. Bættu egginu við og hrærðu vel saman. Settu hveitið, lyftiduftið og matarsódann saman við. Fínt að nota krókinn hér. Að lokum seturðu toblerone-ið saman við og…

 • Lífið,  Útivera

  Haustverkin í garðinum

  Haustverkin í garðinum geta verið þó nokkur og mig langar til þess að deila með ykkur eitthvað af því sem ég geri bæði til þess að njóta uppskerutímans sem haustið er og einnig til að undirbúa garðinn minn fyrir veturinn. Gróðursetning haustlauka. Mér finnst mjög gaman að setja niður haustlauka, en í stað þess að setja þá niður í beð eins og ég gerði alltaf áður, þá finnst mér skemmtilegast að setja þá þétt í blómapott. Það kemur mjög fallega út á vorin. Fræsöfnun, ég safna allskonar fræjum, t.d. af vatnsberum, trjám og þeim sumarblómum sem mig langar að rækta næsta ár. Þær tegundir sumarblóma sem auðvelt er að safna…