Snjókarlar í baði

Það er svo notalegt að koma heim eftir að hafa verið úti í vetrarkuldanum og fá sér heitt súkkulaði. Það kemur mörgum á óvart hversu auðvelt það er að útbúa ekta heitt súkkulaði. Áður fyrir fannst mér það vera svo flókið ferli og gerði það ekki oftar en einu sinni eða tvisvar á ári. Núna er það hinsvegar gert einu sinni til tvisvar í mánuði að meðaltali.

Um daginn fékk dóttir mín að hafa kósíkvöld með nokkrum bekkjarsystrum sínum. Þegar þær voru búnar að vera úti í garði að leika um stund komu þær inn kátar en kaldar. Þær báðu því um heitt súkkulaði og vildu svo að föndra. Einhverra hluta vegna varð úr þessu sykurpúða snjókarlaföndur, en ég hafði oft dáðst að skemmtilegum myndum af sætum snjókörlum í heitum súkkulaði bolla á Pinterest. Stelpurnar gerðu sér svo sæta sykurpúða snjókarla sem fengu að skella sér í heitt og notalegt bað ofan í súkkulaðibollanum.

Mjög skemmtileg stund þar sem slegnar voru tvær flugur í einu höggi; föndur og saddur magi.

Það sem þú þarft til að gera sykurpúða snjókarla:

  • sykurpúða
  • saltstangir
  • hlaup sem við klipptum til svo það líktist nefi
  • brætt suðusúkkulaði til að teikna munn, augu og hnappa á snjókarlana

Hér fylgir svo með uppskrift af heitu súkkulaði sem er afar gott:

Heitt súkkulaði

1 lítri mjólk, mér finnst það mjög gott í nýmjólk en ef ég er að fá mér rjóma út í þá er betra finnst mér að hafa það létt mjólk.

100 gr suðusúkkulaði, sumir vilja hafa meira af suðusúkkulaði en þetta magn finnst okkur í fjölskuldunni fullkomin blanda.

1-2 msk. sykur

1-2 tsk. íslenskt smjör

smá salt, bara rétt framan á hnífsodd

1 tsk. vanilludropar

Aðferð

Allt innihald sett í pott og hitað að suðu en samt ekki látið sjóða, bara þangað til súkkulaðið er alveg bráðnað. Súkkuðlaðinu er síðan hellt í bolla og borðið fram með þeyttum rjóma eða sykurpúða eða bara bæði 🙂

Verði ykkur að góðu!

Stína

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.