Piparkökuhús

Að skreyta piparkökuhús er hjá mörgum ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Ilmurinn sem fylgir er ómótstæðilegur og húsin sjálf minna á ævintýri barnæskunnar.

Við höfum oft búið til eigin hús og límt saman í gegnum tíðina…og oftar en ekki láku þau stuttu síðar í sundur eða hrundu. Og það langar kannski engum til að hafa hús sem lítur út fyrir að hafa lent í suðurlandsskjálftanum.

Þegar við sáum að hægt er að kaupa samsett eða ósamsett piparkökuhús í Björnsbakarí vorum við ekki lengi að drífa okkur þangað. Húsin er dásamleg með háum fallegum skorsteini og það besta við þau er að þau eru bökuð hér heima, það er stutt síðan þau voru böku og eru umhverfisvænni en þau innfluttu.

Við fengum tvö hús gefins hjá Björnsbakarí og leyfi til að bjóða ykkur 15% afslátt af keyptum húsum hjá þeim. Húsin kosta 2150kr samsett og 1750kr ósamsett. Best er að hringja og panta ef þið viljið fá húsið samsett en annars eru þau ósamsettu innpökkuð í hillunum.

Yngri börnin okkar voru alsæl með þessa stund og húsin þeirra eru frábærlega vel skreytt. Okkur grunar nú að unglingunum okkar langi líka til að skreyta hús…maður er nefnilega aldrei of gamall til að skreyta piparkökuhús 🙂

*ath. húsin voru gjöf frá Björnsbakarí og bendum við á tilboð þeirra í staðinn*

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.