Lífið,  Útivera

Strá

Einn fallegan síðsumardag fórum við í bíltúr austur fyrir fjall. Markmiðið var að næla okkur í melgresi. Melgresi vex í sendnum jarðvegi og má til dæmis finna á strandlengjunni á milli Þorlákshafnar og Eyarbakka. Það er vel þess virði að fara í dagsferð á þennan fallega stað, jafnvel taka með nesti og sulla í fjörunni.

Undanfarið hafa ýmis konar strá verið vinsæl á heimilum. Þar má kannski helst nefna hin ofurvinsælu Pampas strá en einnig hafa aðrir gerðir af stráum og þurrkuðum blómum verið vinsæl.

Pampas stráin vinsælu koma upphaflega frá Suður-Ameríku og þar þykir þessi planta vera ansi frek á umhverfi sitt. Hún getur auðveldlega yfirtekið landsvæði og kæft annan gróður. Við þurfum kannski ekki að hafa áhyggjur af Pampas stráunum í okkar náttúru en falleg eru þau.

Fyrir þá sem vilja fá falleg strá í vasa er líka bara sniðugt að ná í þau sjálf úti í náttúruna…og fá skemmtilega dagsferð í kaupbæti.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *