Hvít eða rauð jól

Það styttist í jólin. Jólin eru hjá flestum hátíð ljóss og friðar. Jólin eru líka erfiður tími hjá sumum en flestir ná að gleðjast og eiga góðar stundir.

Það er alltaf svolítið skemmtileg umræða finnst mér sem hefst rétt fyrir jólin og snýst hún helst um hvort jólin verði rauð eða hvít? Þessi umræða á oftar en ekki við um höfuðborgarsvæðið því önnur svæði landsins eru nú gjarnan hvít á þessum árstíma.

Mér datt í hug núna um daginn þegar ég stóð í eldhúsinu að jólin mín eru bæði hvít og rauð. Eins og gerist með árunum breytist smekkur manns og síðustu fjögur ár hef ég skipt út sumu af ódýrara jólaskrautinu og meira farið yfir í hvítt skraut. En ég átti mjög mikið af fallegu Georg Jensen jólaskrauti, sem er rautt og gyllt. Ég hafði smá áhyggjur fyrst þegar hvíta skrautið fór að detta inn að þetta yrði eitthvað skrítið en mér finnst komið fínasta jafnvægi í þetta hjá mér.

Ég þarf því væntanlega ekki að hafa áhyggjur af því næstu ár hvort jólin verði hvít eða rauð 😉

Kristín Sk.

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.