Fyrir nokkrum árum fórum við frænkurnar á skemmtilegt námskeið á Salt Eldhús, þetta var virkilega skemmtileg og fróðleg stund í skemmtilegum félagskap.

Ég nota mikið eina brauðuppskriftina sem við fengum á námskeiðinu. Hún er mjög sem einföld og þægileg og það sem best er við hana að í henni eru bara fjögur innihaldsefni: hveiti, salt, vatn og ger. Best er að skella öllum innihaldsefnum í hrærivélaskál og hnoða aðeins. Deigið er svo geymt í hærivélaskálinni í 12-14 tíma, gott að setja plastfilmu yfir.

Tilvalið að gera þetta að kvöldi til að fá nýbakað brauð í morgunsárið. Um morguninn hita ég svo ofnpott (minn er keyptur í Ikea). Ég hita ofnin í 250 og hef pottinn inni í 15 mín. Tek hann svo út og set smá matarolíu í botninn og helli deiginu í hann og loka honum. Deigið er svo bakað í 30 mín við 220° Þá er lokið tekið af og finnst mér best að strá smá kryddi yfir, t.d. turmerik eða kúmen. Ég læt það ráðast eftir því við hvaða tækifæri ég ætla að nota brauðið. Ef það á að vera með mat set ég t.d. hvítlaukskrydd yfir,

Photo by Jordane Mathieu on Unsplash

Brauðið er bakað án loks í 15 mínútur og gott er að spreyja köldu vatni á brauðið einu sinni eða tvisvar á þessum síðustu 15 mín til þess að fá harða skorpu á brauðið.

Pottbrauð

470 gr. hveiti (hægt er að blanda saman hveiti og heilhveiti)

1/4 tsk ger

1 msk salt

360 gr. vatn (ath. að vatnið er vigtað)

Verði ykkur að góðu!

Stína

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *