Að vera einkabarn

Sonur minn er einkabarn. Ég hef oft velt fyrir mér kostum og göllum þess að vera einkabarn. Kostirnir eru svo sannarlega margir, næg athygli, hægt að leyfa meira en þegar mörg systkini eru. Meira í boði ferðalagatengt og ýmislegt í þá veru. Einkabörn þroskast líka oft hraðar og athygli og orka foreldranna fer í að sýna þeim og kenna ýmsa hluti sem ekki gefst alltaf tími til þegar mörg systkini eru.

En geta verið neikvæð áhrif við að vera einkabarn? Ég held að það geti verið mjög erfitt að vera einkabarn. Vonir og væntingar foreldranna eru á þessu einu barni. Það þarf svolítið að vera fullkomið. Ganga vel í skóla, ganga vel í vinnu, ekki leiðast út í óreglu eða óknytti. Standa sig vel í svo til flestu til að foreldrarnir geti nú verið stoltir af barninu sínu. Það er foreldrum mikilvægt að börnin þeirra komist til manns.

Öll börn þurfa ást, umhyggju og hlýju. Einhver sem er þeirra aðili. Það getur verið erfitt að deila athyglinni á milli margra barna en svo getur athyglin líka orðið of mikil þegar barnið er eitt og allra augu á því. Það er vandrataður meðalvegur að sýna rétt magn af umhyggju og ást til barnsins síns. Þá þarf líka að muna að þó við viljum vera vinir barnanna okkar, þurfum við líka að vera foreldrarnir og taka þá ábyrgð og ákvarðanir sem því fylgja.

Ég held að það geti oft verið ansi erfitt að vera einkabarn um leið og það er örugglega undurljúft á stundum líka.

Kristín Sk.

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.