Matur

Laugardagsbomban

Við fengum góða vinkonu okkar til að deila með uppskrift af fljótlegri en algerlega dýrðlegri bombu…það er nú einu sinni laugardagur og þó að engin séu partýhöldin má alveg gera sér glaðan dag. Nú eða geyma uppskriftina þar til hægt verður að halda veislur.

Skyndireddingar marengs

Við vinnufélagarnir höfum lítið getað gert til að gera okkur glaðan dag undanfarið, líkt og á flestum vinnustöðum. Það er búið að skipta okkur upp í tvö teymi og hittast þessi teymi ekki til að varna því að allir á vinnustaðnum smitist.

Vinnan okkar er þess eðlis að það þurfa einhverjir að vera á vinnustaðnum og því skiptumst við á að vera þar aðra vikuna og vinna heima hina vikuna. Við erum svo heppin að fá sendan mat á vinnustaðinn vikuna sem við erum þar. Einn dag í viku er fínni matur og var tekin ákvörðun um að við pöntuðum okkur öll þann mat þessa viku og borðuðum saman. Fyrst að staðan var þannig að við yrðum “öll” saman (vantaði auðvitað helminginn) var eiginlega ekki annað hægt en að bjóða uppá eftirrétt. Þessi ákvörðun var bara tekin kvöldið áður og því lítill tími til stefnu að redda eftirrétti. Þá er nú gott að skella í einn skyndimarengs og bjóða uppá. Þessi kom vel út og bragðaðist mjög vel.

Skyndireddingar marengs

2 marengsbotnar (keyptir í búð, ég vel alltaf brúna)

½ líter rjómi

Bláber (500 gr)

1 poki þristar

2 karamellufyllt súkkulaði

Takið frá örlítið af rjómanum og setjið í pott ásamt súkkulaðistykkjunum og bræðið saman.

Þeytið rjómann og setjið bláber og smátt skorna þrista saman við (ég skyldi eftir 2 til að skreyta með).

Setjið smá af súkkulaðinu á neðri botninn. Rjómablönduna yfir og svo seinni botninn.

Hellið restinni af súkkulaðinu yfir efri botninn og skreytið með bláberjum og tveimur niðurskornum þristum.

Gott að græja nokkrum tímum áður, voru um 12 tíma hjá mér og kakan smakkaðist mjög vel.

Verði ykkur að góðu,

Kristín Sk.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *