Tilboðshelgi

Skeggi tekur þátt í svörtum föstudegi og rafrænum mánudegi og hvetur fólk til að versla heima í stað þess að fara í búðirnar…út af doltnu…þið vitið 😉 Á meðan ástandið er svona er langbest að klára innkaupin öruggur heima.

Við bjóðum 20% afslátt á öllum plakötum í vefverslunni okkar og einnig af jóladagatalinu okkar Beðið eftir jólunum. Og svo bjóðum við upp á fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu.

Tilboðin gilda út mánudaginn 30. nóvember.

Sýnishorn af plakötunum okkar, þau koma í nokkrum stærðum. Smelltu hér til að fara í vefverslunina.

Jóla- og aðventudagatalið Beðið eftir jólunum kom fyrst út fyrir fimm árum og vakti mikla lukku. Dagatalið býður upp á ýmiskonar afþreyingu fyrir hvern dag desember mánaðar og styttir vonandi biðina eftir jólunum.

Verslum heima og styðjum litlu fyrirtækin!

Ást og friður

Stína, Steinunn og Magga

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.