Ilmur jólanna

Hvaða lykt tengir þú við jólin? Það er rosalega mismunandi hvað fólk tengir við jólin og sumum finnst hreint og beint skrítið að þér finnist lyktin af glænýjum rauðum eplum og glænýjum appelsínum vera besta jólalykt ever!

Það á kannski á ekki við mína kynslóð en ég man að foreldrar mínir töluðu mikið um það að þetta væri þeirra uppáhalds jólalykt. Því þó þau séu nú kannski ekki alveg ævaforn þá var það þannig á þeirra tíma að þetta tvennt, rauð epli og appelsínur fengust bara á jólatíma. Hugsið ykkar það!

Þegar jólin voru að ganga í garð var ekkert betra en að koma inn til ömmu Lóu og finna lytina af nýbökuðum Spesíum. En þegar ég fer að hugsa um það þá er kannski ekkert rosalega mikil lykt af Spesíunum, kannski þetta hafi bara verið hugurinn sem vissi af þeim inni hjá ömmu og varð kreisí, það er spurning. Annað sem kveikir í jólaandanum hjá mér er þetta “krispí” ferska frost loft sem við fáum, stillt veður og snjór: Love it !

Þar sem ég er frekar spes týpa þá eru þessir hlutir mjög spes hjá mér því ég hef aldrei verið neitt mikið jólabarn (nú á eg eftir að fá skammir frá þeim jólabörnum sem halda Skeggja uppi!) En oft er það ilmurinn einmitt af appelsínunum með negulnöglum allan hringinn, lyktin af greninu af jólatréinu sem við fórum spes ferð í snjóbíl að ná í, lengst inn í Hvalfjörð með organdi krakka sem nenna ekki út í þetta veður. En jú þau skulu fara með okkur því þetta á að vera fjölskyldustund og þetta er eini dagurinn sem pabbi kemst með okkur fyrir jól!!!! Og hana nú!! Aðrir finna lykt af rjúkandi heitu kakói með rjóma og örlitlum kanil stráð yfir.

Oft eru þessi sterku miðausturlensku krydd sem samtvinna jólin eins og t.d. kanillinn, negulinn, múskatið og þessháttar. Hvers vegna ætli það sé? Mín kenning er sú að á þessum stað í miðausturlöndum má víst finna upphaf jólanna er það ekki? Einhver var það sem fæðist í Nasaret og er þessi hátíð tileinkuð honum, allavega af Kristnu fólki.

Og jólin eruhaldin hátíðleg þann 24. hér á landi og 25. allstaðar annarstaðar. En á þessum tíma er líka hátíð sem heitir Yule og er haldin 21. Desember það er jólahátíð okkar að fornum sið og voru það okkar fyrstu kynni við jólin en það var ekki til að halda upp á fæðingu frelsarans heldur til að halda upp á styðsta dag ársins eða vetrarsólstöður (winter solstice). Þá er haldið upp á að brátt fer að birta og veiðimenn gátu farið aftur að safna fæðu þar sem bæði veður og birtuskilyrði voru að batna. Þarna kannski kemur mín lyktarmanía á jólunum eða Yule-tíma; lyktin af veðrinu og náttúrunni frekar en kakó og kaka?

En hvernig getum við fengið að upplifa þessa tilfiningu að jólin séu að koma með lyktarskyninu einu? Jú það eru alveg nokkrar leiðir til þess! Sem allar hafa sína kosti og galla, líklegast eða allavega flestar. Þar sem ég hef verið að taka mikið til af allskyns eiturefnum á heimilinu mínu og skipta út fyrir náttúruleg efni þá hef ég mikið verið að prufa mig áfram með eiturefnafríar lyktir sem geta gefið mér og mínum, líka Megasi (hundinum okkar), einhver “benefits”.

Kerti – eldhætta, eiturefnauppgufun gefur frá sér acetaldehyde, formaldehyde, toluene, benzene og acroclein sem hefur verið sannað að auki hættuna á krabbameini, hættuleg mengun, gefur frá sér diethyl phthalate sem getur valdið ertingu í augum, nefi og öndunarfærum, getur verið dýrt, sót getur valdið skaða á heila og lungum, hættumeira fyrir menn og dýr, kostnaður pr sólahring 2000.-

Ég ætla aðeins að vekja áhuga á muninum á að nota ilmkerti og ilmkjarnaolíur sem lyktagjafa í stað ilmkerta. Munurinn er gífurlegur, þó svo að það sé auðvitað kózý að kveikja á kertum og sjá logann blakta og byrja svo að spá hvort að einhver sé að reyna að hafa samband við þig því að loginn hagar sér skringilega – nei nú ok er það bara ég… en ég hef aldrei verið mikil kertakona því að ég hef alltaf upplifað að loftið yrði eitthvað skrítið og asminn fór alltaf eitthvað að vera skrítinn. Það er alveg góð ástæða fyrir því að það gerist. Einfaldleg sú að þegar kveikt er á kerti losar það um ákveðnar eiturgufur sem eru skaðlegar fyrir öndunarfærin og þau éta upp súrefnið í loftinu. Þannig að kerti hjá mér er eingöngu notuð þegar ég er að galdra, nú eða þegar ég er að ath hvort aðeinhver vilji tala við mig að handan…

Annar kostur sem ég kýs alltaf umfram kertin góðu er að setja ilmkjarnaolíur (sem verða að vera 100% hreinar og af miklum gæðium til að gefa frá sér þessa eiginleika sem ég er að fara að telja upp) í svokallaðan olíulampa og velja þá olíu sem ég vil hverju sinni. Blanda af kanil, frankinsence, bergamont, furu og engifer; namm! það hjálpar þér heldur betur að komast í jólafílinginn!! Auk þess að að þarna ertu komin með verkun af öllum þess yndislegu jurtum beint inn í taugakerfið og blóðrásina. Gæti það verið betra eee… nei!

Ilmolíulampi- styður heilbrigða starfsemi ónæmiskerfisins, sótthreinsar og hreinsar loftið, hættulaust fyrir alla, lyftir okkur upp, ótal val milli lykta, engin hættuleg aukaefni eða gerfiefni, minnkar streytu. Kostnaður pr sólahring 200.- , getur aðlagað lykt eftir þörfum t.d. minnka stress, auka virkni, hjálpa til við svefn, styðja tilfinningar, róandi og margt fleira.

Ég ætla að gefa ykkur upp nokkrar uppskriftir af geggjuðum jólablöndum fyrir lampann ykkar og nú ef þú átt ekki lampa eða olíur þá er ekkert mál að redda því!!!  Þú minnist bara á Skeggja og ég skal gefa þér díl!

Deck the halls

2 dr frankensence

2 dr myrra

3 dr wild orange

2 dr cedarwood

Nýfallinn snjór

3 dr white fir

2 dr cardimom

1 dr clove

Sugar plum Álfur

3 dr citrus bliss

2 dr douglas fir

1 dr motivate

Spiced cider

3 dr wild orange

2 dr cinnamon bark

1 dr cardimom

1 dr clove

Ilmandi Yule kveðja!

Nornin sem Þór unni

Þórunn er mikil áhugakona um ilmolíur og hreinan lífstíl. Hún heldur úti síðunni Mizu holistic healing og instagram síðu. Hún er einnig annar helmingur af stofnendum síðunnar Mín leið upp sem fer í loftið 29. nóvember.

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.