Eplakaka með appelsínusafa

Það er svo skemmtilegt að baka eplakökur. Þær eru oftast einfaldar og fljótlegar í gerð og þessi er engin undantekning á því. Það hentar auðvitað mjög vel ef maður kemur heim og langar í eitthvað gott og fjótlegt með kaffinu. Þá er þess ekki lengi að bíða þar til þessi er tilbúin. Það skemmtilega við eplakökur er að eplunum má í flestum tilfellum skipta út fyrir aðra ávexti. Ég skipti þeim stundum út fyrir bláber, rabarbara eða perur og það hefur alltaf komið vel út. Eina sem þarf að passa er að rabarbarinn er mikið súrari þannig að það er gott að strá extra kanilsykri eða bara kanil yfir rabarbarann áður en hann er settur í kökuna.

Uppskrift

125 gr smjörlíki 1 dl. sykur 2 egg 2 1/2 dl hveiti 1 tsk lyftiduft smá salt safi úr 1/2 appelsínu 1 epli

Aðferð

Smjörlíkið sem verður að vera nógu mjúkt, er hrært ásamt sykri í 3-5 mín eða þar til það er ljóst og létt.

Eggin eru látin saman við eitt og eitt í einu. Hrært vel á milli. Best að brjóta þau í bolla áður.

Hveitinu, lyftiduftinu og salti er bætt út í og hrært saman við. Deigið er hrært sem minnst eftir að hveitið er komin út í svo það verði ekki seigt.

Setjið deigið í smurt kökuform og raðið eplinu ofan á.

Kakan er bökuð í 25 -30 mínútur við undir og yfir hita 200 C eða blástur 180 C. Best að borða hana volga með rjóma.

Verði ykkur að góðu

Stína

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.