Aðventukrans

Aðventukransar eru ómissandi partur af aðventunni og hafa verið til allt frá miðöldum. Hefðin barst til Íslands frá Danmörku og upphafllega voru kransarnir notaður til skreytinga í verslunargluggum en fljótlega voru kransar komnir á flest heimili.

Kertin fjögur í kransinum hafa hvert sitt nafn; Spádómakertið, Betlehemskertið, Hirðakertið og Englakertið. Hinn hefðibundin krans er skreyttur með greni og ýmsu skrauti og margir búa kransinn til sjálfir. Það einfaldar hlutina hins vegar töluvert að hægt er að kaupa marga fallega aðventustjaka og bakka þar sem ekkert þarf að gera nema setja falleg kerti og hugsanlega smá skraut.

Við kíktum á nokkra staði til að fá innblástur fyrir aðventukransinn okkar. Kransarnir í blómabúðinni 4 árstíðir eru dásamlegir ef leitað er eftir hefðbundnum grænum kransi. Dökkir litir; svartur, dökkgrænn og plómurauður virðast vera ríkjandi í kertavalinu og einnig antíkbleikur.

Í flestum af heimilis búðunum má finna fallega stjaka og bakka ef leitað er eftir einfaldleikanum. Og svo er líka hægt að föndra dýrindskrans sjálfur og láta hugmyndaflugið ráða.

Aðventukveðja

Magga, Steinunn og Stína

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.