Of snemmt?

Ég hef aðeins verið að reyna að halda aftur af mér með jólastússið. Fannst svona eins og það væri aðeins of snemmt en á sama tíma blússaði löngunin eftir jóla huggulegheitum upp óvenju snemma. Kannski er það ástandið, kannski er það skammdegið…kannski blanda af þessu tvennu. Þegar ég svo áttaði mig á því að það er ekki nema rétt rúmur mánuður í jólin ákvað ég að sleppa fram af mér beislinu.

Þannig að nú eru það bara eintóm huggulegheit; jólabakstur, eitt og eitt skraut læðist fram og jólaljósin komin upp. Ég er búin að finna yndislegan jólalagalista á spotify og næst á dagskrá er að byrja að horfa á jólamyndirnar.

Og er þetta ekki bara akkúrat það sem við þurfum? Að hafa það huggulegt undir teppi með jólaljós og góða mynd í tækinu?

Hér er listi yfir nokkrar af mínum uppáhalds…sumar hverjar fá að rúlla í gegn á hverju ári.

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.