Sunnudagur til sælu

Sunnudagar eru tilvalnir til að endurnæra sig, gera upp vikuna sem er að líða og byggja sig upp fyrir komandi viku. Flest bíðum við eftir helgunum og erum þá gjarnan búnin að hlaða mikið af verkefnum á helgina. Það sem ekki gafst tími í að framkæma í vikunni skal allt leyst af um helgina. Best væri ef hægt væri að klára öll verkefnin á laugardeginum svo hægt sé að eiga sunnudaginn frjálsan.

Það er vissulega mikilvægt að eiga gæðastundir með börnunum sínum og fjölskyldu, en það er líka mikilvægt fyrir okkur sjálf að eiga tíma fyrir okkur. Tíma til núllstilla sig og ýta á pásu í smá stund. Bara til að vera og njóta augnabliksins.

Hérna eru nokkrar hugmyndir hvernig njóta má sunnudaga, bæði með því að eiga tíma fyrir sig og undirbúa komandi viku:

Losa út spennu og hreinsa hugann: Gott er að gera það með því að skella sér í gönguferð, gera jóga og/eða hugleiða, skokka, synda eða hvað eina sem hentar þér best.

Upplýsa og endurnæra andann til dæmis með því að lesa gott og uppbyggjandi efni. Á náttborðinu mínu liggur bókinn hennar Rachel Hollis Þvoðu þér í framan stelpa og er alveg óhætt að mæla með henni.

Taka til og þá meina ég ekki svona eigin heimilisþrif heldur bara smá tími til að fara í gegnum eitthvað sem við höfum lengi ætlað að gera en ekki gefist tími í, dúllast aðeins í dótinu sína og enduraða eða skipuleggja fötin sín.

Sjálfsumhyggja snýst ekki bara um að vera ein með sjálfum sér heldur einnig að hlúa að tengslum við vini og ættingja. Senda póst eða hringja bara til að segja “hæ” og til að láta fólk vita að þú hugsar til þeirra. Það er sérstaklega mikilvægt núna á þessum tímumþegar besta leiðin til að vernda hvort annað er að halda sig heima.

Gefðu sjálfum þér smá “lazy time” þar sem þú gerir bara það sem þig langar að gera. Hvort sem það er að liggja í baði eða horfa á góðan þátt í sjónvarpinu.

Gefðu þér tíma í að endurspegla og endurmeta. Hvernig eigum við að að læra af því sem við gerum eða lendum í ef við gefum okkur ekki tíma til að setjast niður og fara yfir það. Skoða það sem við hefuðum viljað gera betur og klappa okkur á bakið þar sem við erum sátt við eigin framistöðu.

Svo er enginn almennilegur sunnudagur nema maður dekri smá við sjálfan sig. Mitt hefðbundna dekur er freyðibað, andlitsmaski og litun á augnabrúnum.

Það er nauðsynlegt að borða góðan mat og dekra þannig við alla fjölskylduna og eiga gæða stund með fjölskyldunni yfr matnum og jafnvel taka gott borðspil með fjölskyldunni eftir matinn. Þetta er ótrúlega dýrmæt veganesti fyrir börn sem kennir þeim góðar og heilbrigðar venjur fullar af góðum samskiptum og skemmtilegum minningum sem þau eiga vonandi eftir að tileinka sér.

Síðast en ekki síst er gott að undirbúa næstu viku. Fara yfir lykil dagsetingar og skipuleggja það sem gera þarf. Það skiptir miklu máli að hafa tilbúinn matseðill fyrir vikuna. Það sparar mikinn tíma og fækkar innkaupaferðum. Sérstaklega finnst mér gott þegar haldin er smá fjölskldufundur um matseðilinn.

Eigið góðan sunnudag!

Stína

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.