Góðan daginn,
Í morgun eftir gönguferð með hundinn í blíðunni helltist svengdin yfir og þar sem það er laugardagur kallaði það á eitthvað meira en bara kaffi og jógúrt. Sonur minn kallaði til mín í blíðum tón “mamma, viltu ekki bara gera uppáhalds pönnukökurnar mínar?” …og úr því varð.
Þessar morgunverða pönnukökur hef ég gripið í af og til og læt engann vita að þær eru hollar 😉

Morgunverða pönnukökur
1 bolli heilhveiti
1 bolli hafrar
1 msk lyftiduft
1 tsk salt
1 tsk kanill
1 egg
1 vel þroskaður banani
1 1/2 bolli möndlumjólk (hægt að nota hvaða mjólk sem er)
Aðferð:
- blanda þurrefnum saman
- bæta egginu, mjólkinni og banananum við
- hita pönnuna og steikja upp úr t.d kókósolíu
- njóta