Blóm vikunnar

Pottaplöntur hafa mjög jákvæð áhrif á umhverfi sitt. Ekki bara það að gera heimilið hlýlegra heldur geta plöntur einnig bætt geðið og aukið sköpunargleði. Svo ekki sé minnst á þann eiginleika plantna að geta aukið loftgæði heimilis.

Kólus er í miklu uppáhaldi hjá mér eða Álfamöttull eins og hann er stundum kallaður. Það sem mér finnst svo heillandi við Kólusinn er að það eru til mjög mörg litaafbrigði af honum og hann er mjög auðveldur í ræktun. Auðvelt er að taka afleggjara af honum eða einfaldlega sá fræjum.

Hann getur orðið nokkuð hávaxinn og blómstar litlum bláum blómum, allavega það afbrigði sem ég sáði fyrir í vor. Kólusinn er alltaf þyrstur en vill samt ekki standi í vatni svo ég læt hann þorna á milli en passa að vökva hann reglulega.

Þetta er gott blóm fyrir byrjendur og alla þá sem hafa gaman að því að hafa grænt og fallegt í kringum sig allt árið. Það lífgar ótrúlega mikið upp á tilveruna í skammdeginu að hafa fallegar plöntur á heimilinu.

Stína

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.