Vefverslanir

Í þessu ástandi sem nú ríkir er ekki beint spennandi að fara í búðir. Þeir sem hætta sér út í verslunarleiðangur þurfa jafnvel að bíða í röð fyrir utan um stund. Það væri kannski í lagi ef það væri sumar en ekki í þessari veðráttu. Og þar sem jólavertíðin nálgast flækjast málin aðeins.

Sennilega því besti kosturinn að versla bara sem mest á netinu.

Við söfnuðum saman lista yfir nokkrar vefverslanir sem okkur líst vel á og gætum vel hugsað okkur að beina viðskiptum til. Það sem heillar okkur sérstaklega eru litlar verslanir og fólk sem er að gera flotta hluti. Og við viljum að sjálfsögðu styðja við íslenskar verslanir. Athugið að ekki er um auglýsingu að ræða.

MixMix er ein af okkar uppáhaldsbúðum og ekki skemmir að hún er í hverfinu okkar. Einstaklega notaleg stemming og fallegir hlutir. Þarna er hægt að finna sápur, diska, kristalla, bækur, handklæði…og margt fleira.

http://www.mixmix.is

Við elskum Systrasamlagið! Yndisleg búð/kaffihús þar sem hægt er að koma ýmislegt fallegt; krem, ilmi, jógavörur, fallegar bækur o.fl. Og þar er ekki hægt að fara þangað án þess að fá sér bláberjalatté…en það er kannski erfitt að panta hann í gegnum vefverlsun 😉

https://systrasamlagid.is/

Amikat er yndislega falleg vefverslun sem selur fallegar og glaðlegar myndir, ásamt fleiru.

https://amikat.is/

Búðin Decor – fullt af alls kyns fallegu fyrir heimilið. Hef ekki pantað þaðan sjálf en sé margt álitlegt 🙂 https://budindecor.is/

Eftirtekt selur fallegar vörur fyrir heimilið og leggur áherslu á umhverfið. Virkilega fallegar vörur. https://eftirtekt.is/

Það er greinilega fullt af fallegum vefverslunum til og ekkert því til fyrirstöðu að klára jólainnkaupin heima. Ef þið vitið um einhverjar flottar megið þið endilega senda okkur línu.

Happy shopping!

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.