Feðradagurinn

Feðradagurinn er í dag – til hamingju með daginn feður!

Þessi hefð er frekar ný af nálinni hér á landi en fyrsti feðradagurinn var haldinn hátíðlegur árið 2006. Þess má geta að mæðradeginum hefur verið fagnað síðan 1934 og er hann alltaf annan sunnudag í maí.

Er ekki tilvalið að gera eitthvað fallegt fyrir pabbana í lífi okkar? Hvort sem það eru feður okkar sem fullorðin erum eða fyrir pabba barnanna okkar. Það er hægt að hjálpa börnunum til að gera eitthvað fallegt sem gleður….og þarf ekki að kosta mikið. Eða bara ekki neitt! Það besta er að flest af þessu er hægt að gera HEIMA. En það er jú heitasti áfangastaðurinn þessa dagana.

Hér eru nokkrar hugmyndir að einhverju sem gæti glatt pabba:

 • færa honum morgunmat í rúmið
 • útbúa lautarferð í stofunni
 • skipuleggja kósíkvöld (bíómynd og nasl)
 • skipuleggja spilastund
 • stinga upp á göngutúr í náttúrunni
 • teikna mynd handa honum
 • skrifa falleg orð á blað eða kort, eitthvað sem lýsir pabba
 • föndra eitthvað fallegt
 • stinga upp á ísbíltúr
 • baka köku
 • útbúa lista “skemmtilegar staðreyndir um pabba” og gefa honum
 • semja ljóð

Svo er bara um að gera að virkja börnin í að koma með hugmyndir. Aðalmálið er að eiga fallega samverustund í tilefni dagsins.

Magga

*forsíðumynd: Photo by Jude Beck on Unsplash

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.