Átt þú þér draum?

Flest eigum við okkur stóra drauma og markmið en á þessum furðulegu tímum sem við lifum á er auðvelt að missa móðinn. En við þurfum að muna að þetta mun líða hjá og vonandi, sem fyrst, mun lífið hefja sinn vanagang. Og kannski einmitt á svona tímum er mikilvægt að setja sér markmið og eiga sér drauma. Eitthvað til að ylja sér við þegar neikvæðar fréttir af faraldrinum dynja á okkur. Ef þessir draumar rætast svo ekki eða plönin ganga ekki upp þá er það bara svo….en við nutum alla vega stundarinnar við að plana.

Photo by Danielle MacInnes on Unsplash

Hvort sem þig dreymir um að gera upp eldhúsið þitt, fara í heimsreisu eða söðla um í starfi…nú eða bara að læra að keyra mótorhjól, skaltu muna að þetta eru þínir draumar. Og það eru þessir draumar og plön sem gefa lífinu gildi.

Þegar þú ert búin að átta þig á hver þinn draumur er skaltu setja þér markmið til að ná þessum draumi. Ekki trúa því að það séu bara aðrir sem ná markmiðum sínum, þú getur það líka. Gerðu áætlun, jafnvel í mjög litlum skrefum, skrifaðu hana niður og byrjaðu markvisst að láta drauma þína rætast.

Ef þér finnst erfitt að byrja er alltaf hægt að finna góðar greinar og ráð á netinu. Hentug leitarorð gætu til dæmis verið: goal setting eða vision board. Svo er alltaf hægt að fara til markþjálfa en sú grein hefur verið í vexti undanfarið.

Hvað sem þú gerir…ekki gera ekki neitt.

Gangi þér vel!

Magga

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.