Paris

I love Paris in the springtime söng einhver einhvern tímann og það er nú bara þannig að ég elska París á hvaða tíma sem er. Hef reyndar ekki verið þar um hávetur en um sumar, haust og nú; um vor. Og vorið er komið í París. Útsprungnar páskaliljur og sumarblóm í beðum og það sem betra var: Kirsuberjatréin og Magnolíutréin í fullum blóma. Yndisleg tilfinning að geta um stutta stund um snjólaust höfuð strokið.

Eins og vanalega var ég með langan lista af things to do og eins og vanalega er margt eftir á listanum. En það er nokkuð víst að ég fer aftur og saxa þá meira á listann. Í þetta sinn voru það aðallega fallegar og fótógenískar götur og kaffihús sem ég var á höttunum eftir. Það og jafnvel að lauma eins og einu eða tveimur söfnum inn í ferðina. En þar sem ég var með tvo unglinga með í för fór slatti af tímanum í að kíkja í búðir. Og það má 🙂

Ég ætla að leyfa myndunum að tala en hápunktarnir fyrir mig voru:

  • Gallerie Lafayetta verslunarhúsið – vegna fegurðar byggingarinnar. Hvolfþakið er guðdómlegt og frábært að fara upp á þak þar sem útsýnið yfir borgina er dásamlegt
  • L´Atelier des Lumieres – svokallað immersive listasafn, þ.e. þú situr inni í sýningunni. Verkum listamannanna er varpað á gólf og veggi. Mögnuð upplifun. Mæli svo með!
  • Cafe Carette – yndislegt kaffihús síðan 1927. Það er á nokkrum stöðum í París en við fórum á Place des Vosges sem er torg/garður sem gaman er að skoða.
  • Rölt um borgina – framhjá Notre Dame og svo framhjá Eiffel turninum…alltaf jafn dásamlegt að sjá þau 🙂
  • Lúxemborgargarðurinn – sérstaklega að sjá Medici gosbrunninn
  • Shakespeare & Company – dásamleg bókabúð sem gaman er að kíkja í
  • Samvera með köllunum mínum í þessari fallegu borg

A bientot!

Njótið dagins 🙂

M

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.