Allt fyrir ástina …

Í dag er Valentínusardagurinn og þrátt fyrir að við höfum kannski ekki haldið mikið upp á þann dag hingað til er alltaf gaman að gera sér dagamun. Og hvað er betra en að fagna ástinni á þessu síðustu og verstu… að beina kastljósinu að kærleikanum sem gerir lífið svo miklu, miklu bærilegra.

Það að fagna þessum degi þarf ekki að þýða fjárútlát … ástin kostar jú ekki neitt. Það er nóg að vera til staðar, að sýna væntumþykju og gefa nærveru. Og þessi dagur er ekki endilega bara dagur elskenda, hann má líka vera dagurinn sem við sýnum fólkinu okkar að við elskum það.

Hér fyrir neðan finnur þú nokkrar útgáfur af útprentanlegum gjafamiðum sem gætu glatt þann sem þú elskar. Eina sem þú þarft að gera er að prenta út. Athugaðu að til að prenta út þarftu að ýta á þar sem stendur download – ekki á myndina sjálfa 🙂

Njótið dagsins … í nafni ástarinnar!

M&S

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.