Bóndadagurinn

Í dag er bóndadagurinn en sá dagur er einnig fyrsti dagur Þorra. Þorranum lýkur svo þann 20. febrúar á Konudeginum.

Á þessum degi er um aðgera að gera vel við bóndann sinn, vinnsælt er að gera vel við hann í mat og drykk. Svo er alltaf gaman að koma honum á óvart með smá glaðningum.

Hérna koma nokkra hugmyndir af því hvað hægt er að gera til að gleðja bónda sinn:

 • Smyrja handa honum nesti til að taka með sér í vinnuna og lauma með miða með fallegri orðsendingu.
 • Vekja hann með morgunmati í rúmið.
 • Fara í vinnuna til hans í kaffitíma eða hádeginu og annað hvort bjóða honum á veitingarstað eða kaffihús eða færa honum eitthvað girnilegt bakelsi í vinnuna.
 • Vera búin að panta barnapíu og bjóða honum í óvisuferð; út að borða, í bíó eða á kaffihús 
 • Búa til lagalista með uppáhalds lögunum hans/ykkar, jafnvel lögum sem minna ykkur á fyrstu árin ykkar saman. Í gamla daga var þetta nú bara kallað mix-teip.
 • Gefa honum frí frá því að svæfa börnin í kvöld…
 • Koma börnunum í rúmið snemma og útbúa síðbúin rómatískan kvöldverð yfir kertaljósi með honum.
 • Hafa kósý kvöld með honum einum og vera búin að kaupa uppáhalds nammið hans.
 • Flýta þér út á föstudagsmorguninn og skafa rúðurnar á bílnum, ef verðrið er þannig.
 • Útbúa handa honum freyðibað þegar hann kemur heim úr vinnunni.
 • Búa til mynda-slide-show með myndum af ykkur í gegnum tíðina, t.d. hægt að nota vef eins og Smilebox sem býður upp á skemmtilegt form á svona slæðusýningu.

Það er sem sagt hægt að gera heilmikið…og það þarf ekki að kosta neitt 🙂

Svo bjóða einnig mörg fyrirtæki upp á tilboð í tilefni dagsins þannig að það ætti að vera auðvelt að gleðja þessar elskur.

Eigið góðan bóndadag.

Knúses

S

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.