Góða veislu gjöra skal

Þrettándin er í dag og eflaust einhverjir sem halda þeim gamla góða sið að kveðja jólin með því að gera vel við sig. Hér koma nokkrar hugmyndir að smurbrauði sem við vorum með í einni af veislunni um jólin. Magn matarins var að sjálfsögðu ekki í samræmi við gestafjöldann…sem var langt undir sóttvarnarreglum 😉 Við eigum ekki heiðurinn af öllum snittunum en Kristín Skj. vinkona okkar á heiðurinn af nokkrum.

Það vill bara oftast verða þannig að more is more reglan er í gildi í okkar veisluhöldum.

Þemað var óumræðilega danskt eins og vill gerast með smurbrauð og öl 🙂

Hér koma nokkrar hugmyndir að einföldu smurbrauði og snittum sem fínt er að bjóða upp á kvöld eða um helgina.

Mynd t.v.

Smurbrauð með kjúklingasallati* og stökku beikoni og smurbrauð með roastbeef og remúlaði. Bæði á dönsku rúgbrauði sem fæst t.d. í Brauð & co. Roast beefið og remúlaðið er frá Kjöthöllinni en án efa hægt að fá í flestum kjötbúðum. Báðar tegundir af smurbrauði eru smurðar með smjöri.

  • Uppkrift af kjúllasallati er fyrir neðan.

Mynd t.h.

Smurbrauð með majonesi reyktri skinku, kartöflusalati og rauðbeðum á dönsku rúgbrauði. Hitt er á snittubrauði og er smurt með philadephia rjómaosti og ofan á er hráskinka og avacado.

Mynd t.v.

Tómatar og basilka skorin niður, góð olívuolía yfir ásamt salti og látið standa í ísskáp í 2 klst. Snittubrauð, rautt pestó, mosarella kúlur skornar í sneiðar og settar yfir og tómata og basilukumaukið ofan á ostinn – má skreyta með basilikublöðum ef vill.

Mynd í miðju

Naanbrauð með stökku beikoni, camenbert osti og rifsberjahlaupi.

Mynd t.h.

Rúgbrauð með rauðsprettu og radísum, skreytt með radísu og graslauk. Rúgbrauðið er smurt með smjöri.

Borið fram með ísköldu öli að dönskum sið og að sjálfsögðu var eftirrétturinn danskar eplaskífur með flórsykri og sultu.

Danskara gerist það varla.

Vessgú!

Uppskrift af kjúklingasalatinu á fyrstu mynd:

Það sem þú þarft:

600 gr. eldaður kjúklingur – t.d. keyptur tilbúinn

1 bolli kirsuberjatómatar, skornir í helminga

1/2 lítill rauðlaukur, skorinn í þunna strimla

1 avocado, skorið í litla teninga

6 sneiðar steikt beikon, saxið í litla bita

3 harðsoðinn egg, skorin í litla bita

1/3 bolli majónes

1 1/2 msk sýrður rjómi

1/2 tsk Dijon sinnep

2 msk ólívuolía

2 hvítlauksrif, söxuð smátt

1 tsk sítrónusafi

1/4 tsk salt

1/8 tsk pipar

Majónesi, sýrðum rjóma, sinnepi, ólívuolíu, hvítlauk, sítrónusafa og salti + pipar hrært vel saman í skál. Kjúkling, tómatar, rauðlaukur, avocado , beikon og egg sett út í. Blandað vel saman og smakkað til.

Þetta kjúklingasalat hentar vel á smurbrauð en einnig gott í samlokur og tilvalið til að taka með í nesti eða lautarferðina….þegar sumarið kemur 🙂

Vessgú!

Magga og Stína

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.