Mömmukökur

Þetta er ein af mínum uppáhalds jólasmáköku uppskriftum og fátt minnir mig meira á æskujólin, heima á Þingeyri. Þá fékk maður alltaf að smakka nýbakaðr smákökur og síðan var þeim pakkað niður í box og geymdar til jóla, þetta fannst mér mjög erfiður siður sem gerði samt smáköku baksturinn svo hátíðlegan.

Uppskrift

125 gr sykur
250 gr sýróp
125 gr smjör
1 egg
500 gr hveiti
2 tsk matarsódi
½ tsk engifer
1 tsk negull
1 tsk kanill

Hitið sýrópið aðeins, síðan er öllum innihaldsefnum blandað saman í hrærivél. Hnoðið og setjið í kæli yfir nótt. Fletjið deigið fremur þunnt út og stingið út kökur.

Bakið við 190° þar til kökurnar verða millibrúnar eða í uþb 5-7 mínútur.

Krem:

2 bollar flórsykur
1 eggjarauða
3 msk smjör 1 msk kaffi
2 msk rjómi
½ tsk vanillusykur


Þeytið flórsykur og eggjarauðu saman. Blandið smjöri, rjóma og vanillusykri saman við. Þegar kökurnar eru orðnar kaldar eru þær lagðar saman tvær og tvær með kreminu á milli.

Verði ykkur að góðu

S

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.