Morgunrútína

Góð morgunrútína er sögð gera mann glaðari og við verðum afkastameiri þann daginn sem við fylgjum morgunrútínunni. Ávinningur af því að hafa góða morgunrútínu er meðal annars:

Það sem þarf að hafa í huga áður en við sköpum okkar eigin morgunrútínu er að hún henti okkur og okkar lífstíl. Ekki taka bara uppskrift að rútínu frá einhverjum öðrum því þá eru meiri líkur á að við gefumst upp ef hún hentar ekki lífstíl. Morgunrútínan á ekki vera of íþyngjandi heldur skemmtileg viðbót við daginn. Samkvæmt kenningunni á góð morgunrútína að innhalda eitthvað sem nærir andann, hjartað, líkamann og hugann.

Góð morgunrútína byrjar í raun deginum áður með passa að fá nægan nætursvefn (ca. 7-9 tíma) Vera undirbúin með nokkur atriði, helst bara 2-3 atriði, og bæta svo við í rólegheitunum. Vertu þolinmóð, það tekur heilan u.þ.b. 21 einn dag að skapa nýja venju.

Um nokkurt skeið hef ég unnið að því koma mér upp eigin morgunrútínu. Ég hef sótt mér innblástur í bækur og góðum vefmiðlum og reynslusögur frá öðrum. Bækurnar Á eigin skinni eftir Sölvi Tryggvason og Laðaðu til þín það góða eftir Sigríði Arnardóttir reyndust mér vel í þessum efnum.

Ég er í grunninn B – manneskja og hef alltaf reynt að kúra í rúminu eins lengi og ég get á morgnana. Hef átt í ástarsambandi við snooze takann á símanum lengi. Það ýtti hins vegar undir aukið stress á morgnanna og ég taldi mér það til hróss ef ég náði að koma mér og börnunum út á 45 mínútum. Allt til þess að geta kúrt 15-30 mínútum lengur.

Ókosturinn við þetta fyrirkomulag var að lítið var um jákvæð samskipti á morgnanna og hraðinn var mikill.

Photo by Amelia Bartlett on Unsplash

Eftir að ég tileinkaði mér morgunrútínu vakna ég fyrr. Það að vakna 30 – 60 mínútum fyrr á morgnanna gerir kraftaverk. Ég er búin að gera það sem ég þarf að gera fyrir mig áður en ég vek börnin. Þar af leiðandi nýt ég morgunstundanna með börnunum betur í ró og næði. Allir fara því glaðari og sáttari inn í daginn.

Mér finnst ég eiga lengri og betri dag framundan og hef betri yfirsýn yfir daginn. Ég er allt í búin að uppgötva fegðurðina sem ríkir í morgunkyrrðinni.

http://Photo by Ava Sol on Unsplash

Hér er mín morgunrútína…

– vakna ca. 60 mínútum á undan öðrum fjölskyldumeðlimum

– les eithvað sem nærir andann í 5- 10 mínútur

– fer með þakklætisbænir í 5- 10 mínútur

– geri öndunaræfingar, anda djúpt þrisvar sinnum með handahreyfingum

– geng út í garð berfætt (hér kemur jarðtengingin)

– drekk ca. tvö glös af volgu sítrónuvatni úr fallegu glasi (nota ferska sítrónu)

– fer í sturtu

– bý um rúmið mitt

Góð byrjun á deginum gefur okkur tíma til að gera meira af því sem gleður okkur og eykur þannig lífshamingjuna. Munum að með því að hlúa að okkur sjálfum getum gefið meira af okkur.

Gangi þér vel að skapa þína eigin morgunrútínu.

Stína

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.