Lífið

Listamaður að störfum

Við erum afar stoltar af því að geta nú boðið upp á listaverk Galactic Deer til sölu. Galactic Deer er myndskreytir og grafískur hönnuður og hefur búið á Íslandi í þrjú ár. List Deer fókusar mikið á LGBTQ, fanart og einnig á allt sem tengist himingeimnum, stjörnunum og stjörnumerkjunum. Deer er sjálflærður listamaður og hefur listin alltaf verið stór hluti af lífi háns.

Deer ætlar nú að selja myndirnar sínar í gegnum Skeggja. Deer tekur einnig við sérpöntunum og hafa sérpantaðar portrett- eða paramyndir háns verið vinsælar gjafir.

Galactic Deer er með:

heimasíðu

instagramreikning

youtube rás

Nýjasta viðbótin eru svo stjörnumerkjamyndir Deer en þær eru nú fáanlegar í vefverslun Skeggja eða með því að hafa beint samband við Deer. Myndirnar eru unnar með vatns- og akríllitum og þegar þær eru fullunnar eru þær skannaðar inn og prentaðar út á hágæða pappír. Myndirnar eru fáanlegar í nokkrum stærðum og verða allar merktar af Deer.

Flest af merkjunum eru nú þegar komin í sölu á vefsíðunni og fleiri væntanleg. Hér eru nokkur sýnishorn.

Endilega kíkið á úrvalið, alltaf gaman að styðja flott ungt listafólk.

Ást og friður

Magga & Stína

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *