Smoothies með döðlum og turmerik

Ég var að prufa mig áfram með drykk og blandaði þá þennan ljúfenga smoothie. Ég samt aðeins að vandræðast með orðið smoothie er ekki eitthvað gott orði yfir það á íslensku ?

Innihald í drykknum er:

1 bolli möndlumjólk

1/2 banani

1/2 bolli frosinn bláber helst íslensk aðalbláber

1/2 tsk. túrmerik

1/2 tsk. kanill

1 msk chiafræ

4 mjúkar döðlur

Þessu er öllu blandað saman í matvinnsluvél og drukkinn helst ekki með röri samt. Ástæðan fyrir því að ég drekk ekki smoothie með röri er að ég las einhversstaðar að við það að drekka svona drykki fari meltingin framhjá 1. stigi í meltingarferlinu. Þar af leiðandi fer fæðan miklu hraðar og einnig sú að við það að drekka með röri þá eru meiri líkur á að loft komi með. En svo verður hver að meta fyrir sig hvað er best.

Innihaldsefnin eru í miklu uppáhaldi hjá mér vegna heilsusamlegra áhrifa þeirra.

Möndlumjólk: Er uninn úr möndlum og þær eru stútfullar af vítamínum og steinefnum. Þær innihalda  til dæmis kalk, E vítamín, magnesíum og B2 vítamín en það eru mikilvæg næringarefni fyrir líkamann. Þær eru ríkar af trefjum, innihalda góða og holla fitu og eru auk þess mjög próteinríkar, sjá meira um möndlur og heilsusamleg áhrif þeirra hér.

Kanill hefur verið notað af mannkyninu í þúsundir ára, sem krydd og í læknisfræðilegum tilgangi.
Núverandi rannsóknir er nú að leggja vísindin á bak við hlutverk kanils er sem náttúrulega andstæðingur-veiru, andstæðingur-gerla, blóðsykur og kólesteról háþrýstings og hugsanlega hjálp fyrir liðagigt og Alzheimer, sjá meira.

Bananar: Þeir eru mjög trefjaríkir og fullir af vítamínum og steinefnum. Má þar helst nefna kalíum, B6-vítamín, C-vítamín og magnesíum. Hérna má sjá 25 góðar ástæður fyrir því að borða banana, sjá meira.

Aðalbláber; þau eru stútt full af andoxunarefnum, góð fyrir meltinguna, sannköluð ofurfæða sem allir ættu að reyna að næla sér í, hérna er hægt að lesa heilmikið um aðalbláber og heilsusamleg áhrif þeirra.

Turmerik: Er sagt allra meina bót og er meðal annars bólgueyðandi, verndar heila- og hjartastarfsemi og minnkar líkur á krabbameini, sjá meira hér.

Chiafræ: Chia fræin eru sannkallaður ofurmatur sem fara sérlega vel í maga. Þau eru talin ein besta plöntu uppspretta omega-3 fitusýra sem vitað er um. Þau eru rík af andoxunarefnum og próteinum, innihalda allar lífsnauðsynlegu amínósýrurnar, eru rík af auðmeltum trefjum og því mjög góð fyrir hægðirnar. Chia fræ eru sömuleiðis sögð geta dregið úr bólgum í meltingarvegi og fita, prótein og góðar trefjar tempra einnig blóðsykurinn. Þá innihalda þau einnig gott magn af kalki, sinki, magnesíum og járni sjá meira um chiafræ.

Döðlur: Þessi litli ávöxtur er troðfullur af vítamínum og öðrum nauðsynlegum efnum sem líkaminn þarfnast. Þú finnur A-vítamín, B1, E-Vítamín, riboflavin, niacin, fólín sýru, kopar, járn, zink og meira að segja magnesíum, sjá nánar hér.

Njótið 🙂

S


https://hollustaogheilsa.weebly.com/hugleiethingar-og-daglegt-liacutef/kanill

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.