Lífið

Stokkhólmur

Stuttur pistill um Stokkhólm sem átti að koma hér inn um daginn. En hér kemur hann og vonandi getum við nú haldið áfram að ferðast áfram þrátt fyrir ástandið :/

Stokkhólmur er ein af mínum uppáhaldsborgum. Það er þægilegt að komast þangað, ekki nema tæpir þrír tímar, og auðvelt að komast inn í borgina frá Arlanda flugvell, ca. 20 mín. með lest. Þetta voru m.a. ástæður fyrir því að við völdum þessa borg í fyrstu utanlandsferðina á covid-tímum.

Við dvöldum á Radison Waterfront hótelinu sem er mjög vel staðsett, alveg við hliðina á lestarstöðinni og stutt frá Drottningatan og Ahlens City (sem er svokölluð department store). Hótelið var til fyrirmyndar í alla staði og morgunverðarhlaðborð fjölbreytt og gott.

Það er margt hægt að gera í Stokkhólmi og þessi árstími er fallegur í borginni. Við vorum heppin með veður þannig að það var gaman að rölta þarna um.

Ég mæli með:

  • heimsókn á Gamla Stan, elsta hluta Stokkhólms. Þröngar og sjarmerandi götur og litlar krúttlegar búðir. Algert möst að fara inn á Stortorget sem er elsta torgið í borginni.
  • Djurgarden, sem er ein af eyjunum sem borgin er byggð á. Þarna er m.a. Gröna Lund tívolíið, Skansen (dýragarður og nokkurs konar Árbæjarsafn), Nordiska Museet (norræna safnið) ásamt fleiri áhugaverðum stöðum. Einnig er fallegt að rölta þarna um á góðum degi.
  • Drottninggatan, aðal verslunargatan. Þar finnurðu fjölbreyttar búðir og einnig er Ahlens City þarna á horninu. Þar er að finna flest merki og snyrtivörur.
  • Biblioteksgatan, þar eru fínni merkin; Michael Kors, Hugo Boss og fleira. Einnig ein af mínum uppáhalds: & Other stories.
  • Södermalm, bóhem og krúttlegt hverfi með fallegum litlum búðum og krúttlegum kaffihúsum. Við reyndar náðum ekki að skoða þennan hluta Stokkhólms í þetta sinn. Pottþétt í næstu ferð!
  • bátsferð um skerjagarðinn. Gott úrval af ferðum um fallegan skerjagarðinn, flestar taka um 50 mínútur. Gaman að sjá borgina frá öðru sjónarhorni.

Við borðuðum á:

  • Vapiano – alþjóðleg keðja veitingahúsa sem bíður upp á ítalskan mat. Fljótlegt og gott.
  • Eataly, La Piazza – dásamlegur ítalskur veitingastaður, fínni en Vapiano. Frábær stemming á staðnum, gullfallegt rými og geggjaður matur. Einnig hægt að versla ítalskar sælkeravörur á neðri hæðinni.
  • Cafe Schweizer – kaffihús á Gamla Stan. Rabarbarakakan með vanillusósunni var æði!
  • Stenugns bageriet – kaffihús/bakarí rétt hjá Ahlens City. Bestu kardamommuhnútar sem ég hef smakkað, mæli svo með.

Ég sé að við höfum verið svolitið mikið í ítölskum mat í sjálfri Svíþjóð en það er í lagi…ég bætti það upp með að gera hinu sænska bakkelsi eða Fika eins og þeir kalla það, góð skil.

Ferðin var frábær í alla staða og það gerði mikið fyrir andann að komast aftur út í hinn stóra heim.

M

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *