Heimilið

Myndaveggur

Þegar vel tekst til setja svona myndaveggir heilmikinn svip á heimili og gera fólki sem hefur gaman af hvers kyns list, kleift að koma sem mestu fyrir. Svona veggir eru svo sannarlega ekki fyrir minimalíska og ég telst víst seint minimalísk. Hvers kyns myndi og list, plaköt og myndskreytingar hafa alltaf virkað eins og segull á mig. Það getur hins vegar verið kúnst að raða myndunum saman svo vel sé og kannski fælir það einhverja frá.

Eitt ráðið til þess að setja velheppnaðann vegg upp er að klippa út pappír í þeim stærðum sem myndirnar eru og máta á vegginn. Leika sér með þetta og púsla saman. Svo er auðvitað líka hægt að nota bara augað og tilfinninguna. Um að gera að vera djarfur og leyfa alls kyns myndum að flæða saman.

Hér kemur smá innblástur….

Persónulega finnst mér fallegast þegar veggurinn felur í sér fjölbreytni. List þarf ekki að kosta heilan helling og oft er hægt að fá mjög falleg og vönduð plaköt. Einnig er fallegt að setja ljósmyndir með og jafnvel eins og eitt listaverk frá börnunum.

Nú er bara um að gera að vera skapandi og leyfa hugmyndafluginu að njóta sín.

*myndirnar eru allar fengnar á pinterest.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *