Brauðbollur

Ég rakst á þessa uppskrift af brauðbollum þar sem ég var að fletta í gegnum ósorteraða uppskriftahauginn. Uppskriftin kemur úr skóla yngri sonarins og við deildum henni hér í den á gamla blogginu okkar systra. Þar sem bollurnar voru svona líka góðar og einfaldar ætla ég að deila með ykkur uppskriftinni…og gömlu myndunum sem voru teknar af litla bakaradrengnum sem þá var sjö ára en nú er orðinn 14 ára (og á kannski eftir að heimta að móðirin taki þær út).

Sagan á bak við uppskriftina er sú að sonurinn kom heim með þær úr skólanum og þar sem mamman var svo ánægð með baksturinn bað hann sérstaklega um uppskriftina næst þegar hann fór í heimilsfræði. Svo við gætum bakað þær saman heima.

Þessar eru tilvaldar með súpunni eða í nestisboxið hjá litlu skólafólki.

Njótið!

Magga

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.