Bleikur október

EIns og flestir vita er október mánuður vitundarvakningar um brjóstakrabbamein. Flest þekkjum við einhvern sem hefur fengið brjóstakrabbamein, sigrast á því eða látist af völdum þess. Við hér í Skeggja þekkjum góðar konur sem hafa farið alltof snemma.

Okkur langar til að vekja athygli á mikilvægi þess að fara í reglulega brjóstaskoðun. Það tekur afskaplega stuttan tíma, kannski smá bið eftir tíma en skoðunin sjálf gengur hratt fyrir sig.

Í tilefni af bleikum október settum við Konu plakatið okkar í antík-bleikan búning og ætlum að láta 50% af söluverðinu renna til Bleiku slaufunnar.

“Hin sanna fegurð konu endurspeglast í sálu hennar”. Þessi tilvitun í Audrey Hepburn prýðir plakatið og minnir okkur á að okkar sönnu fegurð má finna innra með okkur og að ytra útlit skiptir jú minna máli. Því ef sálin er falleg skín það alltaf í gegn. Plakatið er prentað á 170 gr. gæðapappír og kemur í stærð 30×40 cm.

Plakatið finnið þið á vefverslun okkar en einnig má senda okkur línu á facebooksíðu Skeggja eða instagramsíðu Skeggja.

Bleikt knús!

Magga og Stína

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.