Dóttir mín er snillingur í eldhúsinu og hefur gaman af því að prufa nýja rétti. Þessi réttur hefur verið í miklu uppáhaldi hjá okkur og er mikið eldaður enda bæði auðveldur og mjög bragðgóður.
Innihald:
4-6 meðalstórir tómatar
3-5 hvítlauksrif
ólífuolía
salt
Pasta
Byrjið á því að skera hvítlaukinn niður í litla bita og steikið á pönnu upp úr olífulíu. Þegar laukurinn er farin að brúnast, setjið þá niður skorna tómatana á pönnuna og látið krauma saman í 10- 15 mín. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakka og bætið úti. Við notum ofast pasta penne í þennan rétt en aðalatriðið er að nota bara það pasta sem manni finnst best.
Þegar pastað er tilbúið setjið þá 2-3 msk af pastavatninu út í pönnuna. Sigtið svo pastað og hellið saman við.
Borið fram með ólífuolíu og ferskri basiliku.
Verið ykkur að góðu
S
Published by