Hvað er Halloween?

Og af hverju höldum við upp á þennan dag? Við fengum hana Þórunni, seiðkonu og norn, til að segja okkur aðeins frá þessum forna sið. Þórunn heldur úti heimasíðunni Mizu holistic healing. Hana má einnig finna á facebook og instagram.

Halloween eða All Hallows´eve á rætur sínar að rekja alveg langt aftur í tíma þar sem Paganismi var yfirráðandi áður en kristni kom til sögunnar.

Þessi tími var þá kallaður Samhain eða „síðasti sumardagur“. Á þessum tímum áttu allar uppskerur að vera komnar í hús og formlega allar sumarathafnir komnar í dvala. Nú blasti við myrkur, stuttir dagar, erfiðari færð og var þetta tími til að sinna fjölskyldunni. Vera heima við, hafa kózý og njóta samveru með heimamönnum. Þetta var kannski bara svipað og staðan hjá okkur er í dag þar sem við erum beðin um að halda okkur heima og vera bara með okkar nánustu. Er þá ekki tilvalið að fara inn í þennan tíma líkt og forfeður okkar og huga að heimili og nærfjölskyldu (heimilisfólkinu okkar)?

Á þessu kvöldi var farið í hús líkt og í dag en það sem hefur breyst er að nú eru það krakkar sem heimta rándýra búninga til að geta farið að sníkja nammi til að borða yfir sig og gera svo foreldrana brjálaða í sykurvímu.  En þetta var notað til að biðja um pening eða mat og fólk klæddi sig upp sem dýrðlingar.

Þetta kvöld markaði líka þau mót að sumarið var að enda og veturinn að koma og þar sem veturinn var talin koma á undan sumri á þessum tíma þá var líka verið að halda upp á nýtt ár. 1. nóvember er dagur hinna dauðu sem kemur strax eftir Halloween og eru margir Íslendingar enn í dag sem halda þann dag heilagan þar sem við helgum þeim degi látnum ættingjum. Þetta er þeirra dagur ! Þetta er dagur sem við eigum að skoða hvernig við förum með lífið okkar, hvernig við nýtum það, hvað er það sem við ættum að gera betur til að lifa meira í jafnvægi við jörðina. Við fögnum dauðanum því að með honum fylgir líka endurfæðingin.

Hér er hugmynd að lítilli athöfn sem hentar vel að gera á hrekkjavöku kvöldi:

Til valið er að halda smá eldathöfn á þessu kvöldi og fara yfir það sem við viljum að nýja tímabilið gefið okkur. Eldurinn getur verið lítið bál út í garði eða bara kerti inni í stofu. Skapaðu notalega stemmingu og horfðu inn í logann. Hugleiddu eftirfarandi; hvað er það sem við viljum sleppa? Hverju viljum við hleypa til okkar? Hvað erum við þakklát fyrir?

Eldurinn tengir okkur við forfeður okkar í svo djúpum skilningi. Eldurinn sameinar okkur. Þegar þú horfir á eld kemstu sem næst hulunni sem er sú allra þynnsta á þessu kvöldi á milli okkar heima og hins óséða. Við komust í tenginu við þá sem hafa kvatt okkur. Að horfa á eld er góð leið til að tengjast þinni undirmeðvitund og komast í tengingu við þitt fólk…nú eða einhvern annan!

Njóttu kvöldsins og dags hinna dauðu á morgun.

Gleðilega hrekkjavöku!

Seiðkonan sem Þór unni

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.