Toblerone smákökur

Þessar smákökur með ísköldu mjólkurglasi er bara kombó sem erfitt er að hafna. Þær eru tilvaldar í helgarbaksturinn eða til að henda í eftir skóla með svöngu smáfólki. Framkvæmdin er líka svo einföld að smáfólkið getur hjálpað til 🙂

Það sem þú þarft:

 • 120 gr. mjúkt smjör
 • 125 gr. sykur
 • 150 gr. púðursykur
 • 1 tsk. vanillusykur
 • 1/2 tsk. salt
 • 1 egg
 • 175 gr. hveiti
 • 1 tsk. hveiti
 • 1/2 tsk. matarsódi
 • 150 gr. toblerone, saxað

Aðferð:

 • Hrærðu saman smjör við sykur, púðursykur, vanillusykur og salt.
 • Bættu egginu við og hrærðu vel saman.
 • Settu hveitið, lyftiduftið og matarsódann saman við. Fínt að nota krókinn hér.
 • Að lokum seturðu toblerone-ið saman við og hrærir aðeins saman.
 • Leyfðu deiginu að bíða í ísskáp í ca. 1 klst.
 • Stilltu ofninn á 180 gr.
 • Búðu til litlar kúlur úr deiginu ( gott að miða við að kúlurnar séu aðeins stærri en valhnetur) og passaðu að hafa bil á milli þeirra á plötunni þar sem kökurnar renna út við baksturinn.
 • Bakaðu kökurnar í ca. 12 mínútur og leyfðu þeim að k´´ólna aðeins áður en þú gæðir þér á þeim.

Þær eru æðislegar með ískaldri mjólk eða uppáhaldsteinu úr uppáhaldsbollanum. Þó að þessar kökur séu ekki endilega hugsaðar í jólabaksturinn…enda langt í hann…grunar mig að þær eigi eftir að vera bakaðar í desember.

Njótið!

Magga

 • Uppskriftin kemur úr tímaritinu Mad og Bolig

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.