Ég hef áður komið inn á það að mér finnst yfirleitt skemmtilegra að hugsa um hlutina heldur en að framkvæma. Og jú, það er sennilega alltaf besta fyrsta skrefið, að hugsa um hlutina alltsvo 🙂 Nú er kominn tími á að taka sjónvarpsherbergið aðeins í gegn en það var ekki málað þegar við fluttum inn fyrir 5 árum og er orðið svoldið þreytt. Við búum í þriggja hæða raðhúsi og herbergi þetta er fjölskylduherbergið og hýsir m.a. þau cirka 300 spil sem maðurinn minn á.

Spilin eru nú geymd í Billy hillum sem eru svo sem ágætar en mættu vera dýpri fyrir stærri spilin. Upp kom því sú hugmynd að smíða flottar hillur undir þau. Bara spurning hvort við ráðumst í það sjálf eða látum sérsmíða þær.

*myndir af pinterest

Sófinn var keyptur 2008 og er svo sem enn í fínu standi en unglingarnir á heimilinu kvarta undan því að hann mætti vera stærri…þeir þurfa jú að breiða úr sér. Það er eitthvað sem þarf að skoða því við erum í sjálfu sér ekki til í að kaupa nýjan sófa ef hinn virkar enn.

S´ófihengiplantamottas´ófaborð
Sófistóll borðmotta

Það er að heilmiklu að huga þegar að kemur að svona pælingum; viljum við hafa herbergið ljóst og létt eða dimmt og kósí? Svo er herbergið frekar dimmt, þ.e. glugginn er lítill og því þarf að vanda valið vel. Svo er það bara spurning um hvort maður vindur sér í framkvæmdirnar eða hugsar málið aðeins lengur 😉

Njótið dagsins!

Magga

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *