Miðbærinn

Þessir mildu haustdagar kalla beinlínis á rölt í miðbænum okkarm, smá búðarráp, þræða allar skemmtilegu göturnar í Þingholtunum (og helst að klappa öllum köttunum sem verða á veginum), skoða fallegu götulistaverkin og jafnvel að fá sér eitthvað gott í gogginn á einhverjum af flottu veitingastöðunum í bænum. Það hefur ekki verið mikið um þessa fallegu daga í haust þannig að það er um að gera að grípa gæsina á meðan hún gefst.

Við mælum alveg sérstaklega með aðalbláberjalattéinu á Systrasamlaginu, fínt að fá sér slíkt í göngumáli á meðan rölt er um bæinn. Svo mælum við hilaust með Kol á Skólavörðustígnum, settumst þar inn um daginn og fengum okkur m.a. íslenska burrata ostin. Erum strax farnar að láta okkur dreyma um að bragða á honum aftur 😉

Njótum borgarinnar okkar sem iðar svo skemmtilega af lífi þessa dagana.

M&S

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.