Ferðin vestur

Sumarið er tíminn til að vera úti, ferðast og gera hreinlega allt sem veður leyfir. Ég fór fyrir stuttu vestur á firði eða nánar tiltekið á Þingeyri. Þar er margt hægt að gera, en þessa helgi var einmitt verið að keppa í þríþraut þar og því margt um manninn. Við vorum þvílíkt heppinn þar sem við lentum á tónleikum í einum bakgarðinum eða nánar tiltekið garðinum hjá Láru. Nokkur kvöld í röð var boðið upp á dásamlega tónlist eins og t.d. Friðrik Ómar og Jógvan, Bríet, Moses Hightower og marga marga fleiri, þvílíkur rjómi af tónaflóði.

Þingeyri býður upp á náttúruperlur allt í kring sem hægt að keyra um og að sjálfsögðu labba. Eftir alla þessa útiveru eru hægt að gæða sér á Simbakaffi en þar er boðið upp á ljúfmeti í alla staði.

Þá er bara að plana næstu ferð og á meðan þarf ég að muna eftir því að vera duglegri að skoða myndirnar sem ég tek í þessum ferðum 😉

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.