Lífið

Sumarfrí

Efst í huga þessa dagana er sumafrí og ferðalög. Við erum búin að fara smá út fyrir landsteinana þar sem sólin lék við lífið og nærvera fjölskyldunnar var í hámarki. Við ferðumst mikið innanlands og elskum að kynnast landinu með því að stoppa á ótalmörgum stöðum. Eitt af stoppunum var í Djúpavogi þar sem við blasti merki sem ég hafði ekki séð áður.

         Ólm í að komast að merkingu þess fór ég að grennslast fyrir og fann þá að staðir sem fá slíka merkingu hafa verulega tekið sig á varðandi lífsins hraða. Þetta merkir einfaldlega að þarna hlaða menn lífsins batteríið og leggja mikinn metnað til þess. Það er víst jafn mikilvægt að muna eftir að hlaða eigin batterí og batterí símans!

Einnig er skír merking í að njóta umhverfisins og þeirra sem er í kringum sig. Þetta á uppruna sinn að rekja til Ítalíu og merkingin nær einnig yfir mataræði þar sem lagt er áhersla á að njóta fremur þjóta.

Í dag á þetta vel við þar sem við erum rétt að fá frelsið á ný eftir mikla óvissu í heiminum, en á meðan allir eru að taka við sér er kannski skemmtilegt að fylgja Cittaslow hugmyndafræðinni og njóta þess sem við höfum.

Steinunn

*forsíðumynd: Valkiria-art

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *