Rabarbarakaka

Amma mín, sem er að detta í nírætt í júlí, er snillingur í að gera rabarbarasultu. Hún hefur reynt að kenna mér aðferðina en afraksturinn var frekar gúmmíkenndur. Kannski verð ég búin að ná þessu þegar ég verð níræð. En hún sagði mér líka að fyrsta uppskera sumarsins væri bestur í kökur og sá tími er runninn upp. Og hvað undirstrikar júníbyrjun meira en fyrsta uppskeran af rabarbara?

Hér kemur uppskrift að einfaldri rabarbaraköku. Uppskriftin kemur upphaflega af síðunni Búkonan. Ég hef notað hana lengi og hún klikkar aldrei. Í þetta skipti bætti ég snickers við og það steinlá.

Snickers 2 stk
Rabarbari, magn fer eftir formi, botnfylli
200 g brætt smjör
1 bolli hveiti
1 bolli sykur
2 egg
1 msk kókosmjöl
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanillusykur

Rabarbarinn er skorinn smátt og settur í botninn á smurðu formi. Þurrefnum blandað í skál og bræddu smjörinu hellt yfir, hrært vel. Ég nota bara sleif, set þetta s.s. ekki í hrærivél. Að lokum er eggjunum hrært út í og blöndunni hellt yfir rabarbarann.

Bakað í 25 – 30 mín við 180°. Gott að stinga prjóni í til að athuga hvort kakan sé alveg bökuð.

Það er algert möst að bera þessa fram með rjómaís. Njótið vel!

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.