Morgunverðarþeytingur

Þessi drykkur er eins og sumar í glasi og er stúttfullur af hollustu.

Uppskrift:

2 dl. möndlumjólk

1 dl. frosið mango

1 lúka frosin eða fersk bláber

1 væn lúka ferskt eða frosið spínat

1 msk hampfræ

1 msk möndlur

1/4 tsk kanil

1/4 tsk túrmerik

1/4 tsk engifer

1 tsk. feel iceland collagen

Stundum set ég eina mæliskeið af próteini ef ég er að koma af æfingu eða á leið á æfingu.

Þessu er öllu blandað saman í blandara og borðað með skeið, hann á að vera þykkur og góður eins og grautur. Einhverju sinni las ég þá speki frá næringafræðingi að við ættum að borða drykkinn okkar og drekka matinn okkar. En það þýðir að það er betra fyrir líkamann ef við borðum drykkina okkar með skeið og tyggjum matinn okkar svo vel að hann verður fljótandi.

Knús

Stína

Published by

Leave a Reply

Your email address will not be published.