Lífið,  Matur

Afternoon tea

Afternoon tea er siður sem á rætur sínar að rekja til sjöundu hertogaynjunnar af Bedford, Önnu Russel, til ársins 1840. Á þessum tíma var vaninn að snæða hádegisverð um hádegisbilið og kvöldverðinn seinnipartinn, oftast áður en dimmdi of mikið. Með tilkomu betri ljósgjafa var kvöldmaturinn hins vegar allt í einu ekki háður rökkurfallinu og því lengdist bilið á milli þessara tveggja málsverða. Anna Russel átti því til að vera orðinn frekar svöng um síðdegið og tók upp á því að láta senda sér te, samlokur og eitthvað sætmeti upp í herbergi til sín….nokkurs konar síðdegis snarl.

Þegar Anna brá sér svo til hirðarinnar hélt hún þessari venju sinni og annað hefðarfólk tók hana upp. Úr þess var hið vinsæla afternoon tea.

Afternoon tea er yfirleitt borið fram á þriggja hæða bökkum; neðst eru samlokur, á miðhæðinni eru skonsur með sultu og rjóma og á þeirri efstu eru ýmis konar sætir bitar.

Á fallegum laugardegi í maí buðum við mæðgur nokkrum hefðarkonum til okkar í síðdegis te. Blómakjólar og hattar voru lauslegt skilyrði og þrátt fyrir að vera ekki opinberir “royalistar” skáluðum við fyrir 10 ára brúðkaupsafmæli Vilhjálms og Katrínar og einnig fyrir 95 ára afmæli Elísabetar drottingar. Bara upp á stemmninguna og til þess að geta fengið okkur bleikt freyðivín.

Við fylgdum hefðunum og buðum upp á nokkrar tegundir af samlokum, heimabakaðar skonsur og nokkrar tegundir af sætmeti; döðlugott, litlar Victoria sponge-kökur og napóleons kökur.

Við mælum eindregið með að þið hóið í svona “hefðarboð”, þetta var ótrúlega skemmtilegur laugardagur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *