Matur

Parmesan brauðið hans Hauks

Það eru komin nokkur ár síðan ég rakst á matreiðslubók eftir Leilu Lindhom á ferðalagi í Stokkhólmi. Nú á ég tvær og held mikið upp á báðar. Ein af uppskriftunum sem hefur verið mikið notuð er af ítölsku focaccia brauði sem afar einfalt er að gera.

Yngri sonurinn heldur mikið upp á þetta brauð…ef það er parmesan ostur á því. Hann er ekki eins spenntur þegar ég set rauðlauk, ólífur eða tómata á það 🙂

Uppskriftin er afar einföld og það er skemmtilegt að vinna með þetta degi. Svo er hægt að setja hvað sem er ofan á: rauðlauk, papriku, ólífur, rósmarín, kartöflur og geitaost, kirsuberjatómata…

Nú er hann farinn að sjá um baksturinn á brauðinu sjálfur…sennilega til að geta tryggt að það fari bara parmesan á það! Um daginn var hann lasinn heima og langaði í eitthvað gott að borða. Það fyrsta sem honum datt í hug var þetta brauð og þótti ekki mikið mál að henda í eitt slíkt.

25 gr. ferskt ger eða ca. 1 pk. af þurrgeri

3 dl. volgt vatn

1/2 dl. ólífuolía

2 msk. hunang

1 msk. sjávarsalt

7-8 d. hveiti

Leystu gerið upp í volgu vatninu ásamt hunanginu. Gott að láta blönduna bíða í smá stund (þar til virkniní gerinu sést).

Hveitið sett í hrærivélaskál (halda eftir ca. 1 dl.) ásamt saltinu.

Gerblöndunni og ólífuolíunni bætt út í hveitið og hrært með króknum í ca. 5 mínútur.

Deigið er látið hefast í ca. 45 mínútur eða þar til það hefur tvöfaldast að stærð. Þá er deiginu skipt í tvær kúlur. Hvor kúla um sig er flött út í ca. 1 1/2 cm þykkt. Látið hefast aftur á plötu undir viskastykki í smástund (ekki meira en 30 mínútur). Þá er hægt að setja áleggið á: potaðu með fingrunum í deigið, dreifðu ólífuolíu yfir deigið og settu álegg að vild ofan á. Dreifðu að lokum sjávarsalti yfir.

Bakað í ca. 10 mín við 225° gr. hita.

Njótið!

Magga

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *